Lífið

Sena gerir góðverk um jól

Sena gerir góðverk
Sena gerir góðverk
Sena afhenti í vikunni Fjölskylduhjálp Íslands jólapakka að andvirði 2,5 milljóna króna. Í pakkanum eru 130 DVD-barnamyndir, 150 hljómplötur, 100 tölvuleikir, 250 bíómiðar í Háskólabíó og Smárabíó og 250 leikföng.

Síðastliðin þrjú ár hefur Sena ákveðið að gefa ekki jólagjafir til viðskiptavina sinna og styrkja frekar gott málefni. Sena stendur fyrir atburðum og dreifir kvikmyndum, tónlist, leikföngum og bókum og því má segja að það hafi verið hæg heimatökin þegar kom að því að setja saman flottan jólapakka.

Fjölmörgum foreldrum sem leita til Fjölskylduhjálpar Íslands er þar með gert kleift að gefa börnunum sínar skemmtilegar jólagjafir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.