Er ekki hræddur við neina samkeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2013 06:30 fStefán er sannfærður um að hann fái að spila nóg á næstu árum þótt samkeppnin sé afar erfið. Hann er hér í leik gegn Kiel en Löwen á einmitt að spila við Aron Pálmarsson og félaga í kvöld.nordicphotos/bongarts „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um áður en ég skrifaði undir. Þegar maður er kominn í þessi gæði þá vill maður vera þar og halda áfram að berjast,“ segir landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sem skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen sem gildir út leiktíðina 2015. Það vakti athygli margra að hinn 23 ára gamli Stefán Rafn skyldi framlengja samning sinn við liðið í ljósi þess að þar er fyrir besti vinstri hornamaður heims – Uwe Gensheimer. Guðjón Valur Sigurðsson fékk lítið að spila er hann keppti við Gensheimer og því er það verðugt verkefni fyrir Stefán að keppa um mínútur við þýska landsliðsmanninn.Gef bara meira í „Ég er ekkert hræddur við neina samkeppni. Þegar maður er í svona erfiðri samkeppni þá gefur maður bara meira í. Ég hef verið hrikalega duglegur að æfa og aldrei í betra formi en núna. Það herðir mig meira að keppa við mann eins og Gensheimer og er gott fyrir mig. Þegar ég veit að ég er farinn að standa aðeins í vegi fyrir honum þá veit ég að ég er orðinn helvíti góður. Þetta er alvöru áskorun,“ segir Stefán Rafn ákveðinn en hann óttast ekki að það muni hamla framförum hans sem leikmanns ef hann fær ekki að spila nóg. „Mér finnst ég hafa tekið miklum framförum á öllum sviðum síðan ég kom hingað. Ég er að skjóta á besta markvörð heims á hverri einustu æfingu og það eitt og sér er ekki auðvelt. Ég er á uppleið og er því ekkert hræddur við að staðna eða annað.“Nýtt mín tækifæri vel Stefán Rafn hefur verið að fá sínar mínútur í vetur þótt oft séu þær af skornum skammti. „Markmiðið er að fjölga mínútunum og það geri ég með því að standa mig vel þegar ég fæ tækifæri. Ég hef verið að nýta mín tækifæri vel. Það er því undir mér komið að halda áfram að bæta mig eins og ég hef verið að gera. Ég læri líka mikið af Gensheimer og fleiri góðum leikmönnum. Það má ekki gleyma því. Ég er sannfærður um að ég sé að gera rétt með því að halda áfram hjá þessu félagi,“ segir Stefán og bætir við að hann búi líka að því að Löwen sé með frábæra æfingaaðstöðu. Guðmundur Guðmundsson lætur af starfi þjálfara Löwen næsta sumar og við stöðu hans tekur Daninn Nikolaj Jacobsen. „Hann er líka hornamaður og mun því klárlega geta kennt mér ýmislegt líka.“ Það er mikilvæg vika hjá Löwen. Í kvöld spilar liðið við Kiel á útivelli í átta liða úrslitum í bikarnum og svo um helgina er það útileikur gegn Hamburg. Liðið verður því á hótelum alla vikuna. Kiel og Löwen hafa mæst einu sinni í vetur og það var hörkuleikur sem endaði með þriggja marka sigri Kiel. „Það er úrslitahelgin undir í Kiel og ég lofa hörkuleik. Við mætum til þess að vinna og höfum trú á því að við getum það, ólíkt minni liðunum sem eru búin að tapa fyrirfram þegar þau fara þangað. Slík er virðingin fyrir Kiel.“ Stefán segir að markmið Löwen í vetur sé að keppa um alla titla. Vera með allt til enda. „Mér finnst við eiga möguleika í deildinni. Ef við vinnum Kiel í bikarnum getum við farið alla leið þegar kemur að úrslitahelginni.“ Handbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
„Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um áður en ég skrifaði undir. Þegar maður er kominn í þessi gæði þá vill maður vera þar og halda áfram að berjast,“ segir landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sem skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen sem gildir út leiktíðina 2015. Það vakti athygli margra að hinn 23 ára gamli Stefán Rafn skyldi framlengja samning sinn við liðið í ljósi þess að þar er fyrir besti vinstri hornamaður heims – Uwe Gensheimer. Guðjón Valur Sigurðsson fékk lítið að spila er hann keppti við Gensheimer og því er það verðugt verkefni fyrir Stefán að keppa um mínútur við þýska landsliðsmanninn.Gef bara meira í „Ég er ekkert hræddur við neina samkeppni. Þegar maður er í svona erfiðri samkeppni þá gefur maður bara meira í. Ég hef verið hrikalega duglegur að æfa og aldrei í betra formi en núna. Það herðir mig meira að keppa við mann eins og Gensheimer og er gott fyrir mig. Þegar ég veit að ég er farinn að standa aðeins í vegi fyrir honum þá veit ég að ég er orðinn helvíti góður. Þetta er alvöru áskorun,“ segir Stefán Rafn ákveðinn en hann óttast ekki að það muni hamla framförum hans sem leikmanns ef hann fær ekki að spila nóg. „Mér finnst ég hafa tekið miklum framförum á öllum sviðum síðan ég kom hingað. Ég er að skjóta á besta markvörð heims á hverri einustu æfingu og það eitt og sér er ekki auðvelt. Ég er á uppleið og er því ekkert hræddur við að staðna eða annað.“Nýtt mín tækifæri vel Stefán Rafn hefur verið að fá sínar mínútur í vetur þótt oft séu þær af skornum skammti. „Markmiðið er að fjölga mínútunum og það geri ég með því að standa mig vel þegar ég fæ tækifæri. Ég hef verið að nýta mín tækifæri vel. Það er því undir mér komið að halda áfram að bæta mig eins og ég hef verið að gera. Ég læri líka mikið af Gensheimer og fleiri góðum leikmönnum. Það má ekki gleyma því. Ég er sannfærður um að ég sé að gera rétt með því að halda áfram hjá þessu félagi,“ segir Stefán og bætir við að hann búi líka að því að Löwen sé með frábæra æfingaaðstöðu. Guðmundur Guðmundsson lætur af starfi þjálfara Löwen næsta sumar og við stöðu hans tekur Daninn Nikolaj Jacobsen. „Hann er líka hornamaður og mun því klárlega geta kennt mér ýmislegt líka.“ Það er mikilvæg vika hjá Löwen. Í kvöld spilar liðið við Kiel á útivelli í átta liða úrslitum í bikarnum og svo um helgina er það útileikur gegn Hamburg. Liðið verður því á hótelum alla vikuna. Kiel og Löwen hafa mæst einu sinni í vetur og það var hörkuleikur sem endaði með þriggja marka sigri Kiel. „Það er úrslitahelgin undir í Kiel og ég lofa hörkuleik. Við mætum til þess að vinna og höfum trú á því að við getum það, ólíkt minni liðunum sem eru búin að tapa fyrirfram þegar þau fara þangað. Slík er virðingin fyrir Kiel.“ Stefán segir að markmið Löwen í vetur sé að keppa um alla titla. Vera með allt til enda. „Mér finnst við eiga möguleika í deildinni. Ef við vinnum Kiel í bikarnum getum við farið alla leið þegar kemur að úrslitahelginni.“
Handbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira