Þórir reiknar ekki með því að sofa mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2013 07:30 Þórir fagnar með stelpunum sínum. Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska kvennalandsliðinu eru mætt til Serbíu þar sem fram undan er HM í handbolta. Norska liðið mætir Spáni í fyrsta leik í dag og stefnan er eins og alltaf sett á gullið. Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á síðustu níu stórmótum og allir heima í Noregi eru eflaust með augun á úrslitaleiknum 22. desember næstkomandi. Norska liðið varð að sætta sig við silfur á EM í Serbíu fyrir ári eftir tap í tvíframlengdum leik á móti Svartfjallalandi. Líkt og á síðustu stórmótum hafa lykilmenn verið að tínast úr liðinu og svo er einnig núna. Liðið er til dæmis án fyrirliðans Marit Malm Frafjord og hinnar öflugu Kristine Lunde-Borgersen og fjarvera þeirra beggja hefur ekki síst áhrif á varnarleik liðsins. Þórir hefur hins vegar unnið sig vel út úr kynslóðaskiptunum og haldið liðinu á toppnum. Þórir hefur unnið þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum með norska liðið. Marit Breivik, forveri hans, vann „bara“ tvö silfur og eitt brons á fyrstu fimm mótum sínum. Marit Breivik endaði á því að vinna sex stórmót með norska liðið frá 1994 til 2008 en fern af gullverðlaununum komu í hús þegar Þórir var hennar hægri hönd.Fimmtánda mótið með liðinu Þetta verður fimmtánda stórmót Þóris með norsku stelpunum og hann veit því manna best hvað hann er að fara út í. „Reynsla er af hinu góða en þetta snýst um að vera auðmjúkur. Ef ég liti svo á að ég væri fullnuma þá gæti ég hætt þessu. Liðið verður líka aldrei betra en það sem allir leggja til liðsins. Ég geri mitt en ég fæ líka mikla hjálp frá Mia Hermansson og Mats Olsson. Þau hafa bæði reynslu af því að spila á svona mótum,“ sagði Þórir við VG. Þórir gefur mikið af sér þær rúmu tvær vikur sem mótið stendur yfir og er tilbúinn að fórna svefni til að búa sitt lið sem best undir næsta leik. 18 tímar á dag í 18 daga „Ég elska vinnuna mína. Ég reikna með að sofa bara í 4 til 5 tíma meðan á mótinu stendur. Ég er fyrstur á fætur og seinastur til að fara að sofa,“ sagði Þórir í viðtali við VG. Blaðamaður VG slær því síðan upp að Þórir muni því vinna í 18 tíma á dag í 18 daga sem þýðir að hann skilar 324 tíma vinnu í jólamánuðinum. „Það er hluti af menningu norska kvennalandsliðsins að leggja mikið á sig og vinna mikið. Ég lærði þetta hugarfar á Íslandi. Bæði leikmennirnir og við í kringum liðið vinnum langa daga meðan á mótinu stendur,“ segir Þórir enn fremur í viðtalinu við VG. Handboltaspekingar spá norska liðinu bæði góðu og slæmu gengi. Þórir hefur oft náð frábærum árangri með liðið þrátt fyrir að það hafi verið án lykilmanna og það verður því gaman að sjá hvort Selfyssingurinn færi norsku þjóðinni enn á ný ástæðu til syngja sigursöngva um stelpurnar sínar. Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska kvennalandsliðinu eru mætt til Serbíu þar sem fram undan er HM í handbolta. Norska liðið mætir Spáni í fyrsta leik í dag og stefnan er eins og alltaf sett á gullið. Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á síðustu níu stórmótum og allir heima í Noregi eru eflaust með augun á úrslitaleiknum 22. desember næstkomandi. Norska liðið varð að sætta sig við silfur á EM í Serbíu fyrir ári eftir tap í tvíframlengdum leik á móti Svartfjallalandi. Líkt og á síðustu stórmótum hafa lykilmenn verið að tínast úr liðinu og svo er einnig núna. Liðið er til dæmis án fyrirliðans Marit Malm Frafjord og hinnar öflugu Kristine Lunde-Borgersen og fjarvera þeirra beggja hefur ekki síst áhrif á varnarleik liðsins. Þórir hefur hins vegar unnið sig vel út úr kynslóðaskiptunum og haldið liðinu á toppnum. Þórir hefur unnið þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum með norska liðið. Marit Breivik, forveri hans, vann „bara“ tvö silfur og eitt brons á fyrstu fimm mótum sínum. Marit Breivik endaði á því að vinna sex stórmót með norska liðið frá 1994 til 2008 en fern af gullverðlaununum komu í hús þegar Þórir var hennar hægri hönd.Fimmtánda mótið með liðinu Þetta verður fimmtánda stórmót Þóris með norsku stelpunum og hann veit því manna best hvað hann er að fara út í. „Reynsla er af hinu góða en þetta snýst um að vera auðmjúkur. Ef ég liti svo á að ég væri fullnuma þá gæti ég hætt þessu. Liðið verður líka aldrei betra en það sem allir leggja til liðsins. Ég geri mitt en ég fæ líka mikla hjálp frá Mia Hermansson og Mats Olsson. Þau hafa bæði reynslu af því að spila á svona mótum,“ sagði Þórir við VG. Þórir gefur mikið af sér þær rúmu tvær vikur sem mótið stendur yfir og er tilbúinn að fórna svefni til að búa sitt lið sem best undir næsta leik. 18 tímar á dag í 18 daga „Ég elska vinnuna mína. Ég reikna með að sofa bara í 4 til 5 tíma meðan á mótinu stendur. Ég er fyrstur á fætur og seinastur til að fara að sofa,“ sagði Þórir í viðtali við VG. Blaðamaður VG slær því síðan upp að Þórir muni því vinna í 18 tíma á dag í 18 daga sem þýðir að hann skilar 324 tíma vinnu í jólamánuðinum. „Það er hluti af menningu norska kvennalandsliðsins að leggja mikið á sig og vinna mikið. Ég lærði þetta hugarfar á Íslandi. Bæði leikmennirnir og við í kringum liðið vinnum langa daga meðan á mótinu stendur,“ segir Þórir enn fremur í viðtalinu við VG. Handboltaspekingar spá norska liðinu bæði góðu og slæmu gengi. Þórir hefur oft náð frábærum árangri með liðið þrátt fyrir að það hafi verið án lykilmanna og það verður því gaman að sjá hvort Selfyssingurinn færi norsku þjóðinni enn á ný ástæðu til syngja sigursöngva um stelpurnar sínar.
Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira