Viðskipti innlent

Ein hópuppsögn í verslunarrekstri

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fólk á ferli í verslunarmiðstöð.
Fólk á ferli í verslunarmiðstöð.
Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í ágústmánuði.

Fram kemur á vef stofnunarinnar að 27 manns hafi verið sagt upp störfum í verslunarrekstri.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir tilkynningar um hópuppsagnir hafa verið með minnsta móti.

„Góðu heilli er ekki mikið af slíkum uppsögnum að berast okkur,“ segir hann og kveðst vonast til að færri hópuppsagnir, miðað við þá hrinu sem komið hafi í kjölfar hrunsins, séu til marks um að vinnmarkaður sé svolítið að taka við sér.

„Vonandi er að þeir sem þarna missa vinnuna komist fljótt í önnur störf.“

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var fólkið sem sagt var upp starfandi hjá verslunum Intersport. Fjöldinn nemur um helmingi þeirra sem voru starfandi í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×