Viðskipti innlent

Tíu hleðslustöðvar bætast við

Við undirritunina Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tekur í hönd Frederic Subra hjá Nissan þegar búið var að skrifa undir á fimmtudag. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, fylgist með.
Við undirritunina Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tekur í hönd Frederic Subra hjá Nissan þegar búið var að skrifa undir á fimmtudag. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, fylgist með. Fréttablaðið/GVA
Forsvarsmenn BL, Nissan í Evrópu og Orkuveitu Reykjavíkur undirrituðu fyrir helgi samning um uppsetningu tíu nýrra hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla.

Reiknað er með að fyrstu stöðvarnar verði komnar í gagnið í haust en á hleðslustöðvunum munu eigendur rafbíla eins og Nissan Leaf geta hlaðið rafhlöður bílanna á hálfri klukkustund í stað fjögurra stunda með heimahleðslustöð.

Markmið samstarfsins er að stuðla að aukinni útbreiðslu og notkun rafbíla á Íslandi. Endanleg ákvörðun um staðsetningu stöðvanna verður tekin á næstu vikum og mánuðum og verður haft í huga að þær auki vegalengdirnar sem hægt er að aka á rafbílum hérlendis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×