Bankarnir högnuðust um 32,6 milljarða króna á fyrri hluta árs Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. ágúst 2013 07:00 Bankarnir Landsbankinn græddi mest á fyrri helmingi ársins, en arðsemi eigin fjár var mest hjá Íslandsbanka. Fréttablaðið/Samsett mynd Fréttaskýring: Hverju munar í árshlutauppgjörum viðskiptabankanna þriggja? Af viðskiptabönkunum þremur var hagnaður Landsbankans mestur fyrstu sex mánuði ársins, ríflega 15,5 milljarðar króna.Næstmestur var hagnaðurinn hjá Íslandsbanka 11,2 milljarðar, en minnstur hjá Arion banka, 5,9 milljarðar króna. Bankarnir hafa allir nýverið birt uppgjör sín. Samanlagður heildarhagnaður þeirra á fyrri helmingi ársins er rúmlega 32,6 milljarðar króna. Þá hafa þeir sameiginlega frá áramótum bætt við sig eignum upp á 69,2 milljarða króna. Eignir bankanna námu í lok árs 2012 tæplega 2.809 milljörðum króna, en voru nú í lok annars ársfjórðungs 2.878 milljarðar.Ari Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í fljótur bragði ekkert óeðlilegt að sjá við hagnaðartölur viðskiptabankanna. „Það er auðvitað þannig að um stórar tölur er að ræða. Bankarnir eru með mikið eigið fé sem krefst þess að hagnaður sé mikill til að arðsemi eiginfjár sé viðunandi,“ segir hann. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir í tilkynningu bankans að afkoman hafi verið góð á öðrum fjórðungi. Hálfsársuppgjörið litist hins vegar af fyrsta fjórðungi sem hafi verið undir væntingum. Þar hafi ráðið mestu óhagfelld þróun gjaldmiðilsins og einskiptiskostnaður sem fallið hafi til hjá dótturfélagi bankans. Hann vísar þar til 500 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Upphæðin var bókfærð þrátt fyrir að tekist sé á um sektina fyrir dómi.Bankastjórar stóru viðskiptabankanna þriggja. Höskuldur Ólafsson stýrir Arion, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka og Steinþór Pálsson Landsbankanum.Í afkomutilkynningu Íslandsbanka sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri afkomuna í takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga að koma fram í rekstrarreikningi bankans. Eins er í afkomutilkynningu Landsbankans haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra að rekstur bankans sé stöðugur og í samræmi við áætlanir. Hagnaður bankans sé vel viðunandi. Þá verður að líta til þess í samanburði á bönkunum að nokkur munur er á starfsemi þeirra. Þannig er til að mynda áhersla lögð á eignastýringarstarfsemi hjá Arion banka og um 100 starfmenn sem vinna við hana. Þessi starfsemi er nálægt því átta sinnum stærri en eignastýring Landsbankans, sem þó er stærri viðskiptabanki. Íslandsbanki er svo þarna á milli. Því er eðlilegt að nokkru muni í rekstrarkostnaði á milli bankanna. Hjá Íslandsbanka voru lán í vanskilum (lán með yfir 90 daga vanskil) óbreytt milli fjórðunga 6 prósent. Það hlutfall var 6,2 prósent hjá Landsbankanum í lok annars ársfjórðungs. Sama hlutfall hjá Arion banka er 5,6 prósent. Vanskilahlutfall bankanna hefur lækkað hratt síðustu ár líkt og lesa má úr ársskýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi fjármálageirans. Hlutfall lána í vanskilum var þannig 17,5 prósent í árslok 2011 og var komið í 10,6 prósent í árslok 2012. Síðustu tölur sýna því áframhald á þessari þróun, þótt hlutfall vanskilalána þyki enn hátt í alþjóðlegum samanburði. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Fréttaskýring: Hverju munar í árshlutauppgjörum viðskiptabankanna þriggja? Af viðskiptabönkunum þremur var hagnaður Landsbankans mestur fyrstu sex mánuði ársins, ríflega 15,5 milljarðar króna.Næstmestur var hagnaðurinn hjá Íslandsbanka 11,2 milljarðar, en minnstur hjá Arion banka, 5,9 milljarðar króna. Bankarnir hafa allir nýverið birt uppgjör sín. Samanlagður heildarhagnaður þeirra á fyrri helmingi ársins er rúmlega 32,6 milljarðar króna. Þá hafa þeir sameiginlega frá áramótum bætt við sig eignum upp á 69,2 milljarða króna. Eignir bankanna námu í lok árs 2012 tæplega 2.809 milljörðum króna, en voru nú í lok annars ársfjórðungs 2.878 milljarðar.Ari Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í fljótur bragði ekkert óeðlilegt að sjá við hagnaðartölur viðskiptabankanna. „Það er auðvitað þannig að um stórar tölur er að ræða. Bankarnir eru með mikið eigið fé sem krefst þess að hagnaður sé mikill til að arðsemi eiginfjár sé viðunandi,“ segir hann. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir í tilkynningu bankans að afkoman hafi verið góð á öðrum fjórðungi. Hálfsársuppgjörið litist hins vegar af fyrsta fjórðungi sem hafi verið undir væntingum. Þar hafi ráðið mestu óhagfelld þróun gjaldmiðilsins og einskiptiskostnaður sem fallið hafi til hjá dótturfélagi bankans. Hann vísar þar til 500 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Upphæðin var bókfærð þrátt fyrir að tekist sé á um sektina fyrir dómi.Bankastjórar stóru viðskiptabankanna þriggja. Höskuldur Ólafsson stýrir Arion, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka og Steinþór Pálsson Landsbankanum.Í afkomutilkynningu Íslandsbanka sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri afkomuna í takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga að koma fram í rekstrarreikningi bankans. Eins er í afkomutilkynningu Landsbankans haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra að rekstur bankans sé stöðugur og í samræmi við áætlanir. Hagnaður bankans sé vel viðunandi. Þá verður að líta til þess í samanburði á bönkunum að nokkur munur er á starfsemi þeirra. Þannig er til að mynda áhersla lögð á eignastýringarstarfsemi hjá Arion banka og um 100 starfmenn sem vinna við hana. Þessi starfsemi er nálægt því átta sinnum stærri en eignastýring Landsbankans, sem þó er stærri viðskiptabanki. Íslandsbanki er svo þarna á milli. Því er eðlilegt að nokkru muni í rekstrarkostnaði á milli bankanna. Hjá Íslandsbanka voru lán í vanskilum (lán með yfir 90 daga vanskil) óbreytt milli fjórðunga 6 prósent. Það hlutfall var 6,2 prósent hjá Landsbankanum í lok annars ársfjórðungs. Sama hlutfall hjá Arion banka er 5,6 prósent. Vanskilahlutfall bankanna hefur lækkað hratt síðustu ár líkt og lesa má úr ársskýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi fjármálageirans. Hlutfall lána í vanskilum var þannig 17,5 prósent í árslok 2011 og var komið í 10,6 prósent í árslok 2012. Síðustu tölur sýna því áframhald á þessari þróun, þótt hlutfall vanskilalána þyki enn hátt í alþjóðlegum samanburði.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira