Viðskipti innlent

Vilja efla sköpunarkraft lögfræðinga

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Helga Kristín Auðunsdóttir Sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á Bifröst.
Helga Kristín Auðunsdóttir Sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst tekur nú þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni lagadeilda um allan heim með það að markmiði að bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á atvinnumarkaði.

"Verkefnið snýst um að þróa aðferðir við lögfræðikennslu til þess að laganemar fái víðari sýn á fræðin og geti nýtt menntun sína í auknum mæli til nýsköpunar. ?Offramboð á lögfræðingum virðist vera orðið vandamál víðs vegar um heim og sú tíð er liðin að lögfræðimenntun sé ávísun á starf á lögmannsstofu,"? segir Helga Kristín Auðunsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á Bifröst.

Verkefnið nefnist Law Without Walls og taka margir af virtustu háskólum heims þátt. Þar má nefna lagadeildir Harvard-háskóla, Stanford og Peking-háskóla. Verkefnið er skipulagt af háskólanum í Miami og aðeins 21 háskóli hefur fengið þátttökurétt.

"Bifröst hefur boðið upp á nám í viðskiptalögfræði frá árinu 2001. ?Það sem framkvæmdastjóra verkefnisins þótti merkilegt við Bifröst var að við vorum að útskrifa annars konar lögfræðinga með þekkingu á viðskiptum. Hugmyndin að baki verkefninu er að laganám megi nýta á fleiri sviðum og að hvetja laganema að hugsa á skapandi hátt. Með því aukast tækifæri þeirra,"? bætir Helga við.

Á hverju ári munu tveir nemendur frá Bifröst vera valdir til að taka þátt í verkefni með nemendum úr öðrum samstarfsskólum. ?Þetta er frábært tækifæri fyrir nemendur og kennara á Bifröst til að starfa með úrvalsnemendum og kennurum úr bestu háskólum heims.?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×