Viðskipti innlent

Vatnsfyrirtæki á Íslandi í umferðarátaki í Óman

Valur Grettisson skrifar
Frá athafnasvæði Iceland Glacier á Rifi á Snæfellsnesi.
Frá athafnasvæði Iceland Glacier á Rifi á Snæfellsnesi. Fréttablaðið/Pjetur
Íslenski vatnsframleiðandinn Iceland Glacier Water undirritaði samning við umferðaröryggisfyrirtækið Accident care í arabíska soldánsdæminu Óman á miðvikudaginn.

Í fréttamiðlum í Óman kemur fram að tilgangur samningsins sé að vekja athygli ungra ökumanna á umferðaröryggi og standa vonir til þess að auglýsingaherferð á vegum fyrirtækjanna nái til hundrað þúsund ungmenna þar í landi.

Almannatengill vatnsfyrirtækisins í Óman, Eleni Oikono, segir í sömu grein að vatnsflöskur með merki Accidental care verði framleiddar, auk þess sem límmiðar með upplýsingum um umferðaröryggi muni fylgja með flöskunum.

Þegar Fréttablaðið hafði samband við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Skeifunni fengust þau svör að það vildi ekki tjá sig um málið. Þá er rétt að benda á að fyrirtækið er ekki það sama og athafnamaðurinn Jón Ólafsson á og rekur en það heitir Icelandic Glacial Water.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×