Útlán ÍLS dragast áfram saman Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Óíbúðarhæfum eignum Íbúðalánasjóðs hefur fækkað um eina milli mánaða, en þær voru 284 í júlí. Myndin tengist efni fréttarinner ekki beint. Fréttablaðið/Valli Almenn útlán Íbúðalánasjóðs í júlí voru fimmtungi lægri en á sama tíma í fyrra, að því er lesa má úr nýrri mánaðarskýrslu sjóðsins. Þá kemur fram hjá Greiningu Íslandsbanka að útlánin séu fjórðungi minni fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma 2012 og innan við helmingur tímabilsins 2011. Í mánaðarskýrslunni kemur fram að heildarútlán sjóðsins í síðasta mánuði hafi numið 1,1 milljarði króna. Þar af hafi 800 milljónir verið vegna almennra lána. Þá kemur fram að meðalfjárhæð almennra lána hafi í mánuðinum verið 10,2 milljónir króna. Vanskil hjá sjóðnum lækka lítillega milli mánaða samkvæmt skýrslunni. Alls voru 8,95 prósent heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok júlí 2013. Þá kemur fram að vanskil eða frystingar nái samtals til 14,37 prósenta lánasafns sjóðsins. Í júlí í fyrra var það hlutfall 15,97 prósent. Sömuleiðis kemur fram að í lok júlí hafi Íbúðalánasjóður átt að fullu 2.578 eignir um land allt og hafi þeim fjölgað um 35 frá fyrri mánuði. „Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila, en tæpur helmingur eignanna var áður í eigu einstaklinga.“ Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka er bent á að í landinu öllu hafi í árslok 2011 verið ríflega 131 þúsund íbúðir. Því láti nærri að tvö prósent íbúða landsins séu nú komin í eigu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðum í eigu sjóðsins fjölgaði um 350 frá áramótum til júlíloka, eða um tæplega 16 prósent. Raunar er athyglisvert að vanskilahlutfallið hafi ekki lækkað meira í ljósi þessa,“ segir í umfjöllun Greiningar. Af þeim 2.578 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok júlí hafi 2.109 eignum verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. „Þá biðu 469 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu,“ segir í skýrslu sjóðsins. Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Almenn útlán Íbúðalánasjóðs í júlí voru fimmtungi lægri en á sama tíma í fyrra, að því er lesa má úr nýrri mánaðarskýrslu sjóðsins. Þá kemur fram hjá Greiningu Íslandsbanka að útlánin séu fjórðungi minni fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma 2012 og innan við helmingur tímabilsins 2011. Í mánaðarskýrslunni kemur fram að heildarútlán sjóðsins í síðasta mánuði hafi numið 1,1 milljarði króna. Þar af hafi 800 milljónir verið vegna almennra lána. Þá kemur fram að meðalfjárhæð almennra lána hafi í mánuðinum verið 10,2 milljónir króna. Vanskil hjá sjóðnum lækka lítillega milli mánaða samkvæmt skýrslunni. Alls voru 8,95 prósent heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok júlí 2013. Þá kemur fram að vanskil eða frystingar nái samtals til 14,37 prósenta lánasafns sjóðsins. Í júlí í fyrra var það hlutfall 15,97 prósent. Sömuleiðis kemur fram að í lok júlí hafi Íbúðalánasjóður átt að fullu 2.578 eignir um land allt og hafi þeim fjölgað um 35 frá fyrri mánuði. „Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila, en tæpur helmingur eignanna var áður í eigu einstaklinga.“ Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka er bent á að í landinu öllu hafi í árslok 2011 verið ríflega 131 þúsund íbúðir. Því láti nærri að tvö prósent íbúða landsins séu nú komin í eigu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðum í eigu sjóðsins fjölgaði um 350 frá áramótum til júlíloka, eða um tæplega 16 prósent. Raunar er athyglisvert að vanskilahlutfallið hafi ekki lækkað meira í ljósi þessa,“ segir í umfjöllun Greiningar. Af þeim 2.578 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok júlí hafi 2.109 eignum verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. „Þá biðu 469 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu,“ segir í skýrslu sjóðsins.
Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur