Viðskipti innlent

Spá hærri stýrivöxtum í haust

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Arion banki spáir yfir 4,5 prósenta verðbólgu í október á þessu ári. Sérfræðingur Greiningar Arion segir að Seðlabankinn muni þurfa að hækka vexti.
Arion banki spáir yfir 4,5 prósenta verðbólgu í október á þessu ári. Sérfræðingur Greiningar Arion segir að Seðlabankinn muni þurfa að hækka vexti.
Verðbólgan í landinu fer upp í 4,5 prósent í október á þessu ári ef marka má spá Greiningar Arion banka.

Í greiningu bankans, sem hann sendi frá sér í morgun, segir að verðbólguhorfur hafi versnað og að takmarkað sé hversu lengi Seðlabankinn geti haldið stýrivöxtum óbreyttum.

„Við erum að velta því fyrir okkur hversu mikið Seðlabankinn getur verið að stunda gjaldeyriskaup til þess að halda krónunni sterkri,“ segir Brynjar Ólafsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.

Brynjar bendir á að ef spár bankans verða að veruleika um 4,5 prósent verðbólgu sé mjög líklegt að Seðlabankinn hækki vexti til þess að ná verðbólgunni aftur niður, en stýrivextir bankans eru nú sex prósent.

„Ef verðbólgan hækkar í 4,5 prósent, fer hún yfir svokölluð vikmörk sem Seðlabankinn gefur sér og þá er lítið annað hægt að gera en að hækka vexti.“

Í tilkynningu frá bankanum segir að mestu máli skipti hvernig þróunin verður í haust. "Í stað þess leggja eingöngu áherslu á beitingu inngripa á gjaldeyrismarkaði þá verður í auknum mæli að horfa til vaxtatækis á ný." 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×