Viðskipti innlent

Græddu 207 milljónir króna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá skráningu Vodafone á markað í desember í fyrra.
Frá skráningu Vodafone á markað í desember í fyrra. Fréttablaðið/GVA
Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Vodafone jókst um 138 prósent milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtu uppgjöri félagsins. Hagnaður tímabilsins nam 207 milljónum króna.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 732 milljónum króna og jókst um 9 prósent. Fram kemur í tilkynningu að afkoman sé sú besta á öðrum fjórðungi síðustu fimm ár.

Haft er eftir Ómari Svavarssyni forstjóra Vodafone að horfur séu góðar fyrir seinni helming ársins og reksturinn í góðu jafnvægi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×