Viðskipti innlent

Ofurhraði í farsímum Nova

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Liv Bergþórsdóttir kynnir aukna þjónustu fyrir farsímanotendur.
Liv Bergþórsdóttir kynnir aukna þjónustu fyrir farsímanotendur. Mynd/Valli
Í dag hóf Nova að bjóða viðskiptavinum sínum upp á 4G þjónustu í farsíma, fyrst íslenskra fyrirtækja.

4G þjónustan styður 10 sinnum meiri hraða en hefðbundið 3G samband og þrefalt meiri hraða en ADSL tenging.

„Fyrsti 4G farsíminn sem Nova leggur áherslu á er Samsung S4 en fljótlega mun úrval 4G farsíma aukast til muna og þróunin verða svipuð og var við breytinguna úr GSM yfir í 3G síma,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun.

Erlendis hafa viðtökurnar við 4G þjónustu verið mjög góðar og er netnotkun í farsímum sífellt að aukast samhliða auknum hraða.

„Núna les fólk ekki bara tölvupóst og fréttavefi í símanum heldur horfir á og sendir myndir og myndbrot úr símanum,“ bætir Liv við.

4G farsímaþjónustan kostar það sama og 3G farsímaþjónusta hjá Nova. Í fréttatilkynningu segir að búast megi við að 4G fyrir iPhone verði í boði síðar á árinu, en að það sé undir Apple komið hvenær það gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×