Viðskipti innlent

Nýtt hótel rís á Hljómalindarreitnum

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Icelandair Hótel Reykjavík Cultura mun rísa við Hjartagarðinn svokallaða, sem er afar vinsæll almenningsgarður yfir sumartímann.
Icelandair Hótel Reykjavík Cultura mun rísa við Hjartagarðinn svokallaða, sem er afar vinsæll almenningsgarður yfir sumartímann.
Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, mun opna nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2015.

Hótelið mun heita Icelandair Hótel Reykjavík Cultura og verður staðsett á svokölluðum Hljómalindarreit, við Smiðjustíg og Hverfisgötu.

Hið nýja hótel mun hýsa 142 herbergi ásamt aðstöðu til veitingareksturs, bæði inni og úti.

Hótelið verður einnig með garð milli Hverfisgötu og Laugavegar sem oft er kallaður Hjartagarðurinn, en þar verður aðstaða fyrir margskonar viðburði og skemmtanir.

Icelandair Hotels mun gera 25 ára leigusamning um hótelið við Þingvangs, sem er eigandi lóðarinnar og mun sjá um alla framkvæmd verkefnisins.

Hér fyrir ofan má sjá mynd sem er tekin úr deiliskipulagi svæðisins, hægt er að skoða það nánar á vef Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×