Flugeldafélag Arnar Árnasonar á hausinn Lovísa Eiríksdóttir skrifar 26. júlí 2013 07:00 Örn Árnason segist vera búinn að sprengja nóg í gegnum tíðina og ætlar sér ekki að eyða meiri peningum í flugelda. Fréttablaðið/Valli Flugeldafélagið Bomba.is ehf. var úrskurðað gjaldþrota 4. júlí síðastliðinn, samkvæmt Lögbirtingarblaðinu. Félagið var í helmingseigu leikarans Arnar Árnasonar, sem hefur selt flugelda um árabil. Bomba.is var stofnað árið 2005 og sérhæfði sig í stórum og viðamiklum flugeldatertum. Örn segir að stóran þátt í þroti félagsins megi rekja til ársins 2011. Það ár varð Bomba.is fyrir verulegu tjóni eftir að félagið þurfti að innkalla tvær tegundir af stórum flugeldatertum vegna framleiðslugalla. „Sumar terturnar sprungu í heilu lagi. Við þorðum að sjálfsögðu ekki að taka áhættuna á manntjóni þannig við ákváðum að innkalla allar terturnar til öryggis og endurgreiða fólki,“ segir Örn en tap félagsins nam 1,4 milljónum árið 2011. Örn og Arnar Barðdal, hinn eigandi félagsins, fengu tjón sitt ekki bætt þar sem þeir sem seldu þeim terturnar frá Kína viðurkenndu ekki gallann. „Kínversku söluaðilarnir kenndu skipafélaginu um gallann og sögðu að terturnar hlytu að hafa eyðilagst við flutninginn,“ segir Örn en félagið var ekki nægilega vel tryggt. „Svona tryggingar eru svakalega dýrar og það má segja að áhættan hafi ekki borgað sig,“ útskýrir Örn. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár nam tapið þó ekki nema rúmum 100 þúsund krónum. „Við náðum að vinna þetta aðeins upp á síðasta ári en svona vörur eru afar dýrar í innflutningi og því má ekki mikið út af bregða,“ segir Örn og bætir við ekki borgi sig lengur að halda uppi svona rekstri. „Þetta er árstíðabundinn rekstur og það voru hreinlega ekki til peningar á þessu augnabliki til að bjarga honum.“ Örn segist alltaf hafa haft gaman af flugeldum. „Ég leyfði mér að safna saman þeim peningum sem eiga að teljast til nautna og leggja í rekstur af þessu tagi, þar sem ég reyki ekki og drekk afar hóflega,“ segir Örn, sem þykir leitt hvernig fór. „Ætli ég byrji ekki bara að drekka núna í staðinn,“ bætir hann við og hlær. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Flugeldafélagið Bomba.is ehf. var úrskurðað gjaldþrota 4. júlí síðastliðinn, samkvæmt Lögbirtingarblaðinu. Félagið var í helmingseigu leikarans Arnar Árnasonar, sem hefur selt flugelda um árabil. Bomba.is var stofnað árið 2005 og sérhæfði sig í stórum og viðamiklum flugeldatertum. Örn segir að stóran þátt í þroti félagsins megi rekja til ársins 2011. Það ár varð Bomba.is fyrir verulegu tjóni eftir að félagið þurfti að innkalla tvær tegundir af stórum flugeldatertum vegna framleiðslugalla. „Sumar terturnar sprungu í heilu lagi. Við þorðum að sjálfsögðu ekki að taka áhættuna á manntjóni þannig við ákváðum að innkalla allar terturnar til öryggis og endurgreiða fólki,“ segir Örn en tap félagsins nam 1,4 milljónum árið 2011. Örn og Arnar Barðdal, hinn eigandi félagsins, fengu tjón sitt ekki bætt þar sem þeir sem seldu þeim terturnar frá Kína viðurkenndu ekki gallann. „Kínversku söluaðilarnir kenndu skipafélaginu um gallann og sögðu að terturnar hlytu að hafa eyðilagst við flutninginn,“ segir Örn en félagið var ekki nægilega vel tryggt. „Svona tryggingar eru svakalega dýrar og það má segja að áhættan hafi ekki borgað sig,“ útskýrir Örn. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár nam tapið þó ekki nema rúmum 100 þúsund krónum. „Við náðum að vinna þetta aðeins upp á síðasta ári en svona vörur eru afar dýrar í innflutningi og því má ekki mikið út af bregða,“ segir Örn og bætir við ekki borgi sig lengur að halda uppi svona rekstri. „Þetta er árstíðabundinn rekstur og það voru hreinlega ekki til peningar á þessu augnabliki til að bjarga honum.“ Örn segist alltaf hafa haft gaman af flugeldum. „Ég leyfði mér að safna saman þeim peningum sem eiga að teljast til nautna og leggja í rekstur af þessu tagi, þar sem ég reyki ekki og drekk afar hóflega,“ segir Örn, sem þykir leitt hvernig fór. „Ætli ég byrji ekki bara að drekka núna í staðinn,“ bætir hann við og hlær.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira