Viðskipti innlent

Gengistryggð bílalán leiðrétt

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Um tugþúsundir bílalána í skoðun hjá Landsbankanum í sumar.
Um tugþúsundir bílalána í skoðun hjá Landsbankanum í sumar. Mynd/GVA
Leiðrétting á endurútreikningi tugþúsunda gengistryggðra bílalána hjá Landsbankanum hófst í byrjun júlí.

Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum, hófst bankinn handa við leiðréttingu á endurreikningi meginþorra ólögmætra gengistryggðra lána.

Áður notaðist Landsbankinn við seðlabankavexti við útreikninginn á lánunum en forsvarsmenn Plastiðjunnar töldu rétt að miða við samningsvexti.

Fram kemur á vef Landsbankans að bankinn hafi nú lokið mestum hluta leiðréttinga á fasteingalánum einstaklinga og nú sé komið að leiðréttingu á gengistryggðum bílalánum. Einnig kemur fram að leiðréttingin gangi ágætlega fyrir sig.

"Þetta eru um 30 þúsund lán sem eru til skoðunar. Þau lán sem ekki eru í vanskilum fá leiðrétt," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankns.

"Þetta eru mörg lán og ljóst er að leiðréttingin á eftir að taka smá tíma," segir Kristján sem þakkar viðskiptavinum bankans þolinmæði og skilning gagnvart úrvinnslu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×