Leiðrétting á endurútreikningi tugþúsunda gengistryggðra bílalána hjá Landsbankanum hófst í byrjun júlí.
Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum, hófst bankinn handa við leiðréttingu á endurreikningi meginþorra ólögmætra gengistryggðra lána.
Áður notaðist Landsbankinn við seðlabankavexti við útreikninginn á lánunum en forsvarsmenn Plastiðjunnar töldu rétt að miða við samningsvexti.
Fram kemur á vef Landsbankans að bankinn hafi nú lokið mestum hluta leiðréttinga á fasteingalánum einstaklinga og nú sé komið að leiðréttingu á gengistryggðum bílalánum. Einnig kemur fram að leiðréttingin gangi ágætlega fyrir sig.
"Þetta eru um 30 þúsund lán sem eru til skoðunar. Þau lán sem ekki eru í vanskilum fá leiðrétt," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankns.
"Þetta eru mörg lán og ljóst er að leiðréttingin á eftir að taka smá tíma," segir Kristján sem þakkar viðskiptavinum bankans þolinmæði og skilning gagnvart úrvinnslu mála.
Gengistryggð bílalán leiðrétt
Lovísa Eiríksdóttir skrifar

Mest lesið


Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent

Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum
Viðskipti innlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Gengi Novo Nordisk steypist niður
Viðskipti erlent

Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar
Viðskipti innlent


Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent

Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig
Viðskipti innlent
