Viðskipti innlent

Áheyrendahópurinn tvöfaldaðist í Hörpu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Arna Kristín Einarsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Arna Kristín Einarsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fréttablaðið/Pjetur
„Viðtökur og stuðningur áheyrenda hefur verið slíkur að hópurinn hefur nær tvöfaldast síðan við fluttum í Hörpu,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Nú fyrir skemmstu var dagskrá nýs starfsárs Sinfóníunnar kynnt.

„Ég hef afar sterka sýn á það hvernig hljómsveitir eigi að nota krafta sína til að gera sig gildandi og láta til sín taka í samfélaginu, eins og til dæmis með auknu vægi fræðsluverkefna af ýmsum toga. Tónlistin er svo sterkt afl. Hún setur fólk í samband við tilfinningar sínar,“ bætir Arna Kristín við.

„Slíkt afl er hægt að nota mjög víða í samfélaginu til góðs. Mitt markmið er að hljómsveitin snerti strengi í hjörtum sem flestra,“ útskýrir Arna Kristín.



Ljóst er að Sinfóníuhljómsveitin byggir á breiðum grunni. Á næsta starfsári munu rússneskir meistarar á borð við Dimitri Kitajenko og Vladimir Ashkenazy stjórna hljómsveitinni auk þess sem hún tekur þátt í Airwaves-hátíðinni í annað sinn, svo eitthvað sé nefnt, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×