Viðskipti innlent

Magma-skuldabréfið í sölu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Skuldabréfið frá 2009 var að hluta greiðsla fyrir hlut Orkuveitunnar í HS-orku.
Skuldabréfið frá 2009 var að hluta greiðsla fyrir hlut Orkuveitunnar í HS-orku. Fréttablaðið/Vilhelm
Á síðasta stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt að taka tilboði í skuldabréfið frá Magma Energy Sweden sem gefið var út árið 2009.

Salan var samþykkt með fyrirvara um samþykki eigenda en reiknað er með að málið komið til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skýrir frá þessu á bloggsíðu sinni. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn geta fallist á tilboðið, svo fremi sem verðið sé viðunandi, en spyr hvort þeir sem mest voru á móti sölu HS-orku á sínum tíma séu sáttir við niðurstöðuna.

Hvorki Kjartan né Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, vildu í gær vilja tjá sig um söluverðið, enda viðskiptin tilkynningaskyld til Kauphallar og því bundin trúnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×