Viðskipti innlent

Innkalla 517 Nissan Qashqai

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Umboðið kallar inn ákveðnar tegundir Nissan bíla til viðgerðar.
Umboðið kallar inn ákveðnar tegundir Nissan bíla til viðgerðar.
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 Nissan bifreiðum.

„Um er að ræða 517 Nissan Qashqai framleidda á árunum 2006 til 2012 og 47 Nissan X-Trail. framleidda á árunum 2006 til 2011,“ segir á vef Neytendastofu.

„Ástæða innköllunarinnar er sú að við lélegt ástand vega getur reim fyrir CVT-skiptingu snuðað með þeim afleiðingum að það getur orðið vart við titring og eða gripmissi í drifhjólum.“

Akstur í þessu ástandi getur svo kallað upp bilanaljós. „Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar,“ segir Neytendastofa.

Tilkynning á vef Neytendastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×