Viðskipti innlent

Vöruskipti voru óhagstæð í maí

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fyrstu fimm mánuði ársins er afgangur á vöruskiptum við útlönd, en minni en í fyrra.
Fyrstu fimm mánuði ársins er afgangur á vöruskiptum við útlönd, en minni en í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm
Vöruskipti við útlönd vöru óhagstæð um 6,7 milljarða króna, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 1,9 milljarða króna.

Fluttar voru út vörur fyrir 43,5 milljarða króna og inn fyrir 50,2 milljarða króna.

„Fyrstu fimm mánuðina 2013 voru fluttar út vörur fyrir 251,3 milljarða króna en inn fyrir 227,5 milljarða,“ segir Hagstofan.

Því varð 23,8 milljarða króna afgangur á vöruskiptum við útlönd á tímabilinu. Staðan er tveimur milljörðum óhagstæðari en á sama tíma í fyrra, þegar afgangur var 25,8 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×