Viðskipti innlent

Fimm mínútur að flytja númer

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ákvörðun PFS nær til Símans, Vodafone, Alterna, Tals, NOVA, Símafélagsins og Hringdu.
Ákvörðun PFS nær til Símans, Vodafone, Alterna, Tals, NOVA, Símafélagsins og Hringdu. Fréttablaðið/Valli
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið kostnaðargreiningu vegna flutnings símanúmera. Ný verðskrá tekur gildi 1. september næstkomandi.

Niðurstaða PFS er að án virðisaukaskatts skuli umsýslugjald verða 440 krónur á hverja beiðni fyrir stök númer og 8.750 krónur fyrir innvalsseríur. (Með VSK eru það rúmar 550 og 10.980 krónur).

Gjaldið miðar við 5.470 króna tímagjald og að tæpar fimm mínútur taki að flytja eitt númer og 96 mínútur að flytja innvalsseríu.

Hér má finna umfjöllun um málið á vef PFS og hlekk á PDF-skjal með ákvörðuninni allri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×