Viðskipti innlent

Meðalupphæð samninga 37,3 milljónir á höfuðborgarsvæðinu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þjóðskrá birtir í dag tölur um veltu á fasteignamarkaði vikuna 7. til 13. þessa mánaðar.
Þjóðskrá birtir í dag tölur um veltu á fasteignamarkaði vikuna 7. til 13. þessa mánaðar. Fréttablaðið/Vilhelm
Á höfuðborgarsvæðin var á tímabilinu 7. til 13. júní þinglýst 104 kaupsamningum húsnæði, samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár.

„Þar af voru 75 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og sjö samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.“

Heildarvelta samninginna var 3.882 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,3 milljónir.

Fram kemur að á sama tíma hafi tólf kaupsamningum verið þinglýst á Suðurnesjum, sextán á Akureyri og átta á Árborgarsvæðinu.

Þjóðsskrá bendir á að úr meðalupphæð kaupsamninga sé ekki hægt að lesa vísbendingu um verðþróun eigna.

„Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar og svo framvegins.“



Sjá umfjöllun Þjóðskrár
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×