Viðskipti innlent

Íslenskt forrit sem minnir þig á að vera í sambandi

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Stofnendur Transmit. Geir Freysson framkvæmdastjóri og Agnar Sigmarsson, sölu- og markaðsstjóri.
Stofnendur Transmit. Geir Freysson framkvæmdastjóri og Agnar Sigmarsson, sölu- og markaðsstjóri.

Íslenska sprotafyrirtækið Transmit bjó nýlega til forritið Five Hundred Plus sem á að hjálpa fólki og fyrirtækjum að halda markvissu sambandi við viðskiptavini og tengslanet.

„Upprunalega hönnuðum við þetta forrit til að leysa vandamál sem við sjálfir vorum að glíma við í okkar daglega starfi,“ segir Agnar Sigmarsson, annar stofnenda Transmit, og bætir við að það skipti öllu máli hverja maður þekkir þegar kemur að því að reka starfsferil eða fyrirtæki.

„Nú á dögum er orðið mun auðveldara að byggja upp tengslanet með tilkomu forrita eins og LinkedIn og Facebook en Five Hundred Plus á að hjálpa notendum að viðhalda þessu tengslaneti.“ Five Hundred Plus er með notendur í yfir hundrað löndum en er þó enn þá í beta-prófun.

„Í næsta mánuði stefnum við á að rukka mánaðargjald fyrir áskrift að forritinu en öllum verður þó heimilt að notfæra sér kerfið án endurgjalds upp að vissu marki,“ segir Agnar. 

Skjámynd af Five Hundred Plus.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×