Jafnréttislög eru lélegur brandari Mikael Torfason skrifar 8. júní 2013 06:00 Konur eru í minnihluta í öllum fastanefndum alþingis nema tveimur. Í efnahags- og viðskiptanefnd eru til dæmis bara karlar. Já, árið er 2013 og karlarnir Frosti Sigurjónsson, Pétur H. Blöndal, Páll Jóhann Pálsson, Árni Páll Árnason, Brynjar Níelsson, Guðmundur Steingrímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson sitja saman í efnahags- og viðskiptanefnd. Það sem er sér í lagi óhugnanlegt við þessa nýju nefnd er sú staðreynd að 15. grein jafnréttislaga segir skýrt að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og hlutur hvors kyns ekki minni en fjörutíu prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa sé að ræða. Auðvitað eru jafnréttislög eins og hver annar lélegur brandari ef alþingi sjálft getur ekki farið eftir eigin lögum. En svo virðist sem sérlög gildi um Alþingi. Þar á bæ virðist fólk telja sig fullfært um að setja öllum öðrum lög sem það sjálft þarf ekki að fara eftir. Til dæmis er búið að setja lög um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Þau lög taka gildi í haust og eru í anda fyrrnefndra jafnréttislaga. Fastanefndir Alþingis eru átta og aðeins þrjár þeirra standast kröfur jafnréttislaga. Það er misjafnt hversu mikið vantar upp á en hvergi er ástandið jafn slæmt og í efnahags- og viðskiptanefnd. Í utanríkismálanefnd er ein kona. Hún heitir Silja Dögg Gunnarsdóttir. Hún er í nefndinni með þeim Birgi Ármannssyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Vilhjálmi Bjarnasyni, Árna Þór Sigurðssyni, Frosta Sigurjónssyni, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Óttarri Proppé og Össuri Skarphéðinssyni. Í einni nefnd er bara einn karlmaður. Já, kæri lesandi, að sjálfsögðu er það velferðarnefnd. Hann Ásmundur Friðriksson situr í henni, ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Þórunni Egilsdóttur, Björt Ólafsdóttur, Elínu Hirst, Elsu Láru Arnardóttur, Katrínu Júlíusdóttur, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Unni Brá Konráðsdóttur. Á Alþingi eiga konur nú um fjörutíu prósent þingsæta og karlar sextíu. Ráðherrar ríkisstjórnar eru níu en aðeins þrjár konur eiga þar sæti. Ef þessi stjórn væri stjórn fyrirtækis myndi hún ekki uppfylla lög um að minnst fjörutíu prósent stjórnarfólks verði að vera af hvoru kyni. Svo virðist sem sérlög gildi um Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Það er miður því traust fólks á stjórnvöldum minnkar ár frá ári. Það er ekki gott að vita að hér sitji Alþingi sem setur okkur reglur sem það fer ekki sjálft eftir. Vel má vera að margir þingmenn séu á móti lögum um kynjahlutföll í stjórnum og nefndum. Kannski er hægt að færa fyrir því rök að svona lög séu ólög en sama hvað fólki finnst um lögin þá eru þau í gildi. Á meðan svo er þá er með ólíðandi að hvorki ríkisstjórnin né Alþingi fari eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun
Konur eru í minnihluta í öllum fastanefndum alþingis nema tveimur. Í efnahags- og viðskiptanefnd eru til dæmis bara karlar. Já, árið er 2013 og karlarnir Frosti Sigurjónsson, Pétur H. Blöndal, Páll Jóhann Pálsson, Árni Páll Árnason, Brynjar Níelsson, Guðmundur Steingrímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson sitja saman í efnahags- og viðskiptanefnd. Það sem er sér í lagi óhugnanlegt við þessa nýju nefnd er sú staðreynd að 15. grein jafnréttislaga segir skýrt að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og hlutur hvors kyns ekki minni en fjörutíu prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa sé að ræða. Auðvitað eru jafnréttislög eins og hver annar lélegur brandari ef alþingi sjálft getur ekki farið eftir eigin lögum. En svo virðist sem sérlög gildi um Alþingi. Þar á bæ virðist fólk telja sig fullfært um að setja öllum öðrum lög sem það sjálft þarf ekki að fara eftir. Til dæmis er búið að setja lög um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Þau lög taka gildi í haust og eru í anda fyrrnefndra jafnréttislaga. Fastanefndir Alþingis eru átta og aðeins þrjár þeirra standast kröfur jafnréttislaga. Það er misjafnt hversu mikið vantar upp á en hvergi er ástandið jafn slæmt og í efnahags- og viðskiptanefnd. Í utanríkismálanefnd er ein kona. Hún heitir Silja Dögg Gunnarsdóttir. Hún er í nefndinni með þeim Birgi Ármannssyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Vilhjálmi Bjarnasyni, Árna Þór Sigurðssyni, Frosta Sigurjónssyni, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Óttarri Proppé og Össuri Skarphéðinssyni. Í einni nefnd er bara einn karlmaður. Já, kæri lesandi, að sjálfsögðu er það velferðarnefnd. Hann Ásmundur Friðriksson situr í henni, ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Þórunni Egilsdóttur, Björt Ólafsdóttur, Elínu Hirst, Elsu Láru Arnardóttur, Katrínu Júlíusdóttur, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Unni Brá Konráðsdóttur. Á Alþingi eiga konur nú um fjörutíu prósent þingsæta og karlar sextíu. Ráðherrar ríkisstjórnar eru níu en aðeins þrjár konur eiga þar sæti. Ef þessi stjórn væri stjórn fyrirtækis myndi hún ekki uppfylla lög um að minnst fjörutíu prósent stjórnarfólks verði að vera af hvoru kyni. Svo virðist sem sérlög gildi um Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Það er miður því traust fólks á stjórnvöldum minnkar ár frá ári. Það er ekki gott að vita að hér sitji Alþingi sem setur okkur reglur sem það fer ekki sjálft eftir. Vel má vera að margir þingmenn séu á móti lögum um kynjahlutföll í stjórnum og nefndum. Kannski er hægt að færa fyrir því rök að svona lög séu ólög en sama hvað fólki finnst um lögin þá eru þau í gildi. Á meðan svo er þá er með ólíðandi að hvorki ríkisstjórnin né Alþingi fari eftir þeim.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun