Betri staða styður krónuna Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. júní 2013 07:00 Seðlabanki Íslands Jákvæð þróun utanríkisviðskipta og hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins getur stutt við gengi krónunnar þegar kemur að stórum gjalddögum í erlendri mynt á vordögum. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Seðlabanki Íslands birti í vikunni tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta fjórðungi ársins, auk greiningar undirliggjandi erlendrar stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. „Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins virðist ívið skárri en talið var fyrr á árinu,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þá byrjar árið vel hvað undirliggjandi jöfnuð á utanríkisviðskiptum varðar, og hefur það væntanlega hjálpað til að milda áhrif stórra gjalddaga á vordögum á gengisþróun krónu.“ Fram kemur í tölum Seðlabankans að afgangur er á viðskiptajöfnuði á fyrsta fjórðungi ársins, hvort sem horft er til talna með eða án gömlu bankanna og slitameðferðar þeirra. Með bönkunum er viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða króna og um 14,4 milljarða að þeim undanskildum. „Þetta má teljast harla gott, enda er fyrsti fjórðungur yfirleitt ekki beysinn hvað viðskiptajöfnuð varðar,“ segir í umfjöllun Greiningar. Halli á viðskiptajöfnuði var enda 45,6 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2012 og 15,2 milljarða halli að fráteknum slitameðferðarbönkunum. Þá kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka að túlkun á tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins sé nú orðin nokkuð einfaldari en áður, þar sem áhrif skipurits Actavis á erlendu stöðuna í bókum Seðlabankans séu nú mun minni en áður vegna sölu fyrirtækisins undir lok síðasta árs. Án gömlu bankanna var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 453 milljarða króna í marslok. „Það jafngildir um það bil 25,5 prósentum af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. Staðan batnaði um 38 milljarða króna frá upphafi ársins.“ Greining bendir á að erlenda staðan hafi ekki mælst betri í krónum talið frá því á fjórða ársfjórðungi 2000. „Að gömlu bönkunum meðtöldum eru erlendar skuldir hins vegar enn himinháar, eða sem nemur 12.846 milljörðum króna, og hrein staða neikvæð um 8.249 milljarða.“ Tölurnar segir Greining Íslandsbanka hins vegar hafa takmarkað upplýsingagildi þar sem stærstur hluti skulda gömlu bankanna verði afskrifaður við uppgjör þeirra. „Samþykki kröfuhafar að gefa eftir verulegan hluta innlendra eigna búanna verður erlend staða þjóðarbúsins á endanum hagfelldari sem því nemur, en í mati á undirliggjandi erlendu stöðunni er ekki gert ráð fyrir slíkri niðurfærslu á þessum eignum.“OrðskýringViðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur (útflutning) og -gjöld (innflutning) þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. „Ef tekjur eru umfram gjöld er talað um afgang á viðskiptum við útlönd en viðskiptahalla ef gjöldin eru umfram tekjur,“ segir á vef Seðlabanka Íslands. Verg landsframleiðsla er verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Jákvæð þróun utanríkisviðskipta og hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins getur stutt við gengi krónunnar þegar kemur að stórum gjalddögum í erlendri mynt á vordögum. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Seðlabanki Íslands birti í vikunni tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta fjórðungi ársins, auk greiningar undirliggjandi erlendrar stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. „Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins virðist ívið skárri en talið var fyrr á árinu,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þá byrjar árið vel hvað undirliggjandi jöfnuð á utanríkisviðskiptum varðar, og hefur það væntanlega hjálpað til að milda áhrif stórra gjalddaga á vordögum á gengisþróun krónu.“ Fram kemur í tölum Seðlabankans að afgangur er á viðskiptajöfnuði á fyrsta fjórðungi ársins, hvort sem horft er til talna með eða án gömlu bankanna og slitameðferðar þeirra. Með bönkunum er viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða króna og um 14,4 milljarða að þeim undanskildum. „Þetta má teljast harla gott, enda er fyrsti fjórðungur yfirleitt ekki beysinn hvað viðskiptajöfnuð varðar,“ segir í umfjöllun Greiningar. Halli á viðskiptajöfnuði var enda 45,6 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2012 og 15,2 milljarða halli að fráteknum slitameðferðarbönkunum. Þá kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka að túlkun á tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins sé nú orðin nokkuð einfaldari en áður, þar sem áhrif skipurits Actavis á erlendu stöðuna í bókum Seðlabankans séu nú mun minni en áður vegna sölu fyrirtækisins undir lok síðasta árs. Án gömlu bankanna var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 453 milljarða króna í marslok. „Það jafngildir um það bil 25,5 prósentum af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. Staðan batnaði um 38 milljarða króna frá upphafi ársins.“ Greining bendir á að erlenda staðan hafi ekki mælst betri í krónum talið frá því á fjórða ársfjórðungi 2000. „Að gömlu bönkunum meðtöldum eru erlendar skuldir hins vegar enn himinháar, eða sem nemur 12.846 milljörðum króna, og hrein staða neikvæð um 8.249 milljarða.“ Tölurnar segir Greining Íslandsbanka hins vegar hafa takmarkað upplýsingagildi þar sem stærstur hluti skulda gömlu bankanna verði afskrifaður við uppgjör þeirra. „Samþykki kröfuhafar að gefa eftir verulegan hluta innlendra eigna búanna verður erlend staða þjóðarbúsins á endanum hagfelldari sem því nemur, en í mati á undirliggjandi erlendu stöðunni er ekki gert ráð fyrir slíkri niðurfærslu á þessum eignum.“OrðskýringViðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur (útflutning) og -gjöld (innflutning) þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. „Ef tekjur eru umfram gjöld er talað um afgang á viðskiptum við útlönd en viðskiptahalla ef gjöldin eru umfram tekjur,“ segir á vef Seðlabanka Íslands. Verg landsframleiðsla er verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent