Viðskipti innlent

Með þriðju mestu verðbólguna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
OECD birtir mánaðarlega samanburð á verðbólgu.
OECD birtir mánaðarlega samanburð á verðbólgu. Nordicphotos/AFP

Meðalverðbólga í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hefur ekki verið minni síðan í október 2009.

Í apríl var 12 mánaða verðbólga í löndum OECD 1,3 prósent. Vísitala orkuverðs í löndum OECD dróst saman í 1,3 prósent í apríl, meðan matvælaverð hækkaði um 2,0 prósent.

Sé horft fram hjá matar- og orkuverði fór verðbólguvísitalan í OECD úr 1,6 prósentum í mars í 1,4 prósent í apríl. Heldur dró úr verðbólgu á öllum stærstu hagsvæðum í mánuðinum að því er fram kemur í tölum OECD. Í löndum evrunnar fór meðalverðbólga úr 1,7 prósentum í 1,4 prósent í apríl.

Einna mest var sveiflan hins vegar í Kanada þar sem verðbólga fór úr 1,0 prósenti í mars í 0,4 prósent. Þá er verðhjöðnun í nokkrum löndum, mest í Japan þar sem hún mælist 0,7 prósent.

Ísland er með þriðju hæstu verðbólguna í löndum OECD í apríl, 3,3 prósent. Næst á eftir okkur koma Eistar með 3,0 prósenta verðbólgu, en toppsætin verma Mexíkó með 4,6 prósenta verðbólgu og Tyrkland, þar sem verðbólga mældist í apríl 6,1 prósent.

Verðbólga í völdum löndum OECD

Land

Tyrkland

Mexíkó 

Ísland 

Eistland

Ástralía

..

Finnland 

Kanada 

Svíþjóð 

Sviss 

Japan

..

Alls í OECD

Meðaltal ESB-landa 

Meðaltal evru-landa

Verðbólga

6,1%

4,6%

3,3%

3,0%

2,5%

..

1,5%

0,4%

-0,5%

-0,6%

-0,7%

..

1,3%

1,4%

1,2%

Heimild: OECD Consumer Price Index

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×