Rennir stoðum undir sjávarútveg 25. maí 2013 06:00 Rúnar Jónsson Telur margt jákvætt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. mynd/íslandsbanki Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, segir að miðað við sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar ríkistjórnarinnar virðist vera lögð áhersla á að gera greinina arðbærari og stuðla að meiri verðmætasköpun. Ljóst sé að byggt verði áfram á aflamarkskerfinu þannig að engar meiriháttar breytingar verði frá núverandi kerfi. „Það er jákvætt að stefnt verði að því að gera sjávarútveginn að meira aðlaðandi vinnuumhverfi sem vonandi mun stuðla að ákveðinni nýliðun í greininni. Eins er það mikilvægt að greininni verði gert kleift að skila ásættanlegri arðsemi til eigenda til þess að laða að fjárfesta. Það má jafnframt draga þá ályktun að með því að leggja áherslu á auknar nýfjárfestingar og vöruþróun séu einnig meiri líkur á að íslenskur sjávarútvegur verði áfram í fremstu röð,“ segir Rúnar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að lög um sérstaka veiðigjaldið verði endurskoðuð og frekar horft til afkomu einstakra fyrirtækja í stað sjávarútvegsins í heild, eins og lagabókstafurinn kveður á um í dag. Rúnar segir að Íslandsbanki hafi lagt áherslu á að gæta verði sanngirni þegar kemur að álagningu sérstaks veiðigjalds og því telji bankinn þetta skref í rétta átt. „Þá telur bankinn það jákvætt að lagt sé upp með að vinna áfram með tillögu sáttanefndar, enda var búið að vinna þær tillögur með fjölda hagsmunaaðila innan greinarinnar. Við eigum hins vegar eftir að sjá hvernig endanlegar tillögur stjórnarflokkanna líta út og munum fara betur yfir þetta þegar að því kemur,“ segir Rúnar.- shá Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, segir að miðað við sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar ríkistjórnarinnar virðist vera lögð áhersla á að gera greinina arðbærari og stuðla að meiri verðmætasköpun. Ljóst sé að byggt verði áfram á aflamarkskerfinu þannig að engar meiriháttar breytingar verði frá núverandi kerfi. „Það er jákvætt að stefnt verði að því að gera sjávarútveginn að meira aðlaðandi vinnuumhverfi sem vonandi mun stuðla að ákveðinni nýliðun í greininni. Eins er það mikilvægt að greininni verði gert kleift að skila ásættanlegri arðsemi til eigenda til þess að laða að fjárfesta. Það má jafnframt draga þá ályktun að með því að leggja áherslu á auknar nýfjárfestingar og vöruþróun séu einnig meiri líkur á að íslenskur sjávarútvegur verði áfram í fremstu röð,“ segir Rúnar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að lög um sérstaka veiðigjaldið verði endurskoðuð og frekar horft til afkomu einstakra fyrirtækja í stað sjávarútvegsins í heild, eins og lagabókstafurinn kveður á um í dag. Rúnar segir að Íslandsbanki hafi lagt áherslu á að gæta verði sanngirni þegar kemur að álagningu sérstaks veiðigjalds og því telji bankinn þetta skref í rétta átt. „Þá telur bankinn það jákvætt að lagt sé upp með að vinna áfram með tillögu sáttanefndar, enda var búið að vinna þær tillögur með fjölda hagsmunaaðila innan greinarinnar. Við eigum hins vegar eftir að sjá hvernig endanlegar tillögur stjórnarflokkanna líta út og munum fara betur yfir þetta þegar að því kemur,“ segir Rúnar.- shá
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira