Viðskipti innlent

90 milljónir fóru aftur til Stoða

Þeir sem stóðu ekki við tilboð sín sjá væntanlega eftir því þar sem verð hluta í TM hafði í gær hækkað um 27,6%.
Þeir sem stóðu ekki við tilboð sín sjá væntanlega eftir því þar sem verð hluta í TM hafði í gær hækkað um 27,6%. Fréttablaðið/Stefán

Nokkur fjöldi þeirra sem gerðu tilboð í hluti í TM í hlutafjárútboði félagsins stóð að lokum ekki við tilboð sitt.

Um 2% af þeim hlutabréfum sem selja átti í útboðinu var því skilað til Stoða sem seldu hluti sína í útboðinu. Viðskiptablaðið greindi frá þessu á fimmtudag en um er að ræða hlutabréf að verðmæti ríflega 90 milljóna króna sé miðað við útboðsgengið sem var 20,1 króna á hlut.

Eftirspurn eftir hlutabréfum í TM var 357 milljarðar króna í útboðinu en hlutaféð sem var til sölu var 4,4 milljarða virði. Eftirspurn var því áttatíuföld en talið er að fjöldi fjárfesta hafi sett inn tilboð langt umfram greiðslugetu til að bregðast við fyrirsjáanlegri skerðingu á veittum hlutum.

FME hefur að þessum sökum tekið verklag við hlutafjárútboð til skoðunar en stofnunin telur að sú hegðun að fjárfestir leggi inn hærra tilboð en hann getur staðið við geti talist vera markaðsmisnotkun í skilningi laga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×