Rekinn frá Wetzlar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2013 06:45 Kári Kristján er án félags og þarf eflaust að berjast fyrir rétti sínum næstu vikur.fréttablaðið/vilhelm Kári Kristján Kristjánsson var ein af hetjum íslenska landsliðsins í leiknum gegn Slóveníu á miðvikudag. Þegar hann kom svo til Íslands í gær fékk hann þau tíðindi að félag hans, Wetzlar, væri búið að reka hann. Kári Kristján fór í aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Í kjölfarið fór hann í veikindafrí hjá félaginu. Því fríi átti að ljúka í gær eða degi eftir leik Slóveníu og Íslands. „Ég var að horfa á leikinn á netinu og ég datt næstum úr sófanum þegar ég sá að Kári var að spila fyrir Ísland," sagði Björn Seipp, framkvæmdastjóri Wetzlar. „Við vorum í losti yfir því að sjá það og miður okkar yfir framkomu hans. Hann fékk leyfi til þess að fara í meðhöndlun á Íslandi. Hann var í engum rétti til þess að spila fyrir liðið. Það er bæði brot á trúnaði og á samningi. Fyrir vikið getum við ekki starfað með honum áfram og í raun höfum við ekki áhuga á því." Kári var með samning við félagið til loka júní en þá hefur hann störf hjá danska félaginu Bjerringbro-Silkeborg. Miðað við núverandi stöðu verður hann því ekki á launum næstu mánuði. „Það er búinn vera ákveðinn farsi í gangi hjá Wetzlar út af þessu máli. Hann kom til Íslands á mánudag og byrjaði að æfa með liðinu. Hann átti síðan símtöl við lækna Wetzlar þar sem hann tjáði þeim að hann væri orðinn góður og vildi komast af veikindalistanum," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hafði ekki verið í neinum samskiptum sjálfur við forráðamenn Wetzlar. „Svo eftir leikinn kemur bréf frá Wetzlar og þeir hafa síðan rekið málið í fjölmiðlum og farið grimmt fram. Þeir höfðu einnig samband við Handknattleikssamband Evrópu og sögðu Kára ekki vera tryggðan því hann væri enn á veikindalistanum sem læknar liðsins höfðu lofað Kára að koma honum af að því mér skilst." Einar segir að þrátt fyrir það hafi hann verið löglegur með landsliðinu og þetta mál hafi ekki nein áhrif á úrslit leiksins í Slóveníu. „Það var greinilega eitthvað vandamál þarna í samskiptunum. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju því ég kom þar ekki nærri. Wetzlar vann þetta mál mjög hratt á meðan Kári var í flugi á leið heim til Íslands. Á meðan gat Kári ekki talað við neinn." Einar segir það skrítið að ekki hafi komið nein mótmæli frá félaginu eftir að Kári talaði við lækna félagsins. Það hefði verið eðlilegt ef þeir settu sig upp á móti því að hann spilaði landsleikinn. „Þeir hefðu átt að vita af því að hann hefði farið til Slóveníu í gegnum læknateymið sitt," sagði Einar en HSÍ mun aðstoða Kára í þessu máli eins og það getur. Ekki náðist í Kára í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson var ein af hetjum íslenska landsliðsins í leiknum gegn Slóveníu á miðvikudag. Þegar hann kom svo til Íslands í gær fékk hann þau tíðindi að félag hans, Wetzlar, væri búið að reka hann. Kári Kristján fór í aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Í kjölfarið fór hann í veikindafrí hjá félaginu. Því fríi átti að ljúka í gær eða degi eftir leik Slóveníu og Íslands. „Ég var að horfa á leikinn á netinu og ég datt næstum úr sófanum þegar ég sá að Kári var að spila fyrir Ísland," sagði Björn Seipp, framkvæmdastjóri Wetzlar. „Við vorum í losti yfir því að sjá það og miður okkar yfir framkomu hans. Hann fékk leyfi til þess að fara í meðhöndlun á Íslandi. Hann var í engum rétti til þess að spila fyrir liðið. Það er bæði brot á trúnaði og á samningi. Fyrir vikið getum við ekki starfað með honum áfram og í raun höfum við ekki áhuga á því." Kári var með samning við félagið til loka júní en þá hefur hann störf hjá danska félaginu Bjerringbro-Silkeborg. Miðað við núverandi stöðu verður hann því ekki á launum næstu mánuði. „Það er búinn vera ákveðinn farsi í gangi hjá Wetzlar út af þessu máli. Hann kom til Íslands á mánudag og byrjaði að æfa með liðinu. Hann átti síðan símtöl við lækna Wetzlar þar sem hann tjáði þeim að hann væri orðinn góður og vildi komast af veikindalistanum," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hafði ekki verið í neinum samskiptum sjálfur við forráðamenn Wetzlar. „Svo eftir leikinn kemur bréf frá Wetzlar og þeir hafa síðan rekið málið í fjölmiðlum og farið grimmt fram. Þeir höfðu einnig samband við Handknattleikssamband Evrópu og sögðu Kára ekki vera tryggðan því hann væri enn á veikindalistanum sem læknar liðsins höfðu lofað Kára að koma honum af að því mér skilst." Einar segir að þrátt fyrir það hafi hann verið löglegur með landsliðinu og þetta mál hafi ekki nein áhrif á úrslit leiksins í Slóveníu. „Það var greinilega eitthvað vandamál þarna í samskiptunum. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju því ég kom þar ekki nærri. Wetzlar vann þetta mál mjög hratt á meðan Kári var í flugi á leið heim til Íslands. Á meðan gat Kári ekki talað við neinn." Einar segir það skrítið að ekki hafi komið nein mótmæli frá félaginu eftir að Kári talaði við lækna félagsins. Það hefði verið eðlilegt ef þeir settu sig upp á móti því að hann spilaði landsleikinn. „Þeir hefðu átt að vita af því að hann hefði farið til Slóveníu í gegnum læknateymið sitt," sagði Einar en HSÍ mun aðstoða Kára í þessu máli eins og það getur. Ekki náðist í Kára í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira