Rekinn frá Wetzlar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2013 06:45 Kári Kristján er án félags og þarf eflaust að berjast fyrir rétti sínum næstu vikur.fréttablaðið/vilhelm Kári Kristján Kristjánsson var ein af hetjum íslenska landsliðsins í leiknum gegn Slóveníu á miðvikudag. Þegar hann kom svo til Íslands í gær fékk hann þau tíðindi að félag hans, Wetzlar, væri búið að reka hann. Kári Kristján fór í aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Í kjölfarið fór hann í veikindafrí hjá félaginu. Því fríi átti að ljúka í gær eða degi eftir leik Slóveníu og Íslands. „Ég var að horfa á leikinn á netinu og ég datt næstum úr sófanum þegar ég sá að Kári var að spila fyrir Ísland," sagði Björn Seipp, framkvæmdastjóri Wetzlar. „Við vorum í losti yfir því að sjá það og miður okkar yfir framkomu hans. Hann fékk leyfi til þess að fara í meðhöndlun á Íslandi. Hann var í engum rétti til þess að spila fyrir liðið. Það er bæði brot á trúnaði og á samningi. Fyrir vikið getum við ekki starfað með honum áfram og í raun höfum við ekki áhuga á því." Kári var með samning við félagið til loka júní en þá hefur hann störf hjá danska félaginu Bjerringbro-Silkeborg. Miðað við núverandi stöðu verður hann því ekki á launum næstu mánuði. „Það er búinn vera ákveðinn farsi í gangi hjá Wetzlar út af þessu máli. Hann kom til Íslands á mánudag og byrjaði að æfa með liðinu. Hann átti síðan símtöl við lækna Wetzlar þar sem hann tjáði þeim að hann væri orðinn góður og vildi komast af veikindalistanum," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hafði ekki verið í neinum samskiptum sjálfur við forráðamenn Wetzlar. „Svo eftir leikinn kemur bréf frá Wetzlar og þeir hafa síðan rekið málið í fjölmiðlum og farið grimmt fram. Þeir höfðu einnig samband við Handknattleikssamband Evrópu og sögðu Kára ekki vera tryggðan því hann væri enn á veikindalistanum sem læknar liðsins höfðu lofað Kára að koma honum af að því mér skilst." Einar segir að þrátt fyrir það hafi hann verið löglegur með landsliðinu og þetta mál hafi ekki nein áhrif á úrslit leiksins í Slóveníu. „Það var greinilega eitthvað vandamál þarna í samskiptunum. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju því ég kom þar ekki nærri. Wetzlar vann þetta mál mjög hratt á meðan Kári var í flugi á leið heim til Íslands. Á meðan gat Kári ekki talað við neinn." Einar segir það skrítið að ekki hafi komið nein mótmæli frá félaginu eftir að Kári talaði við lækna félagsins. Það hefði verið eðlilegt ef þeir settu sig upp á móti því að hann spilaði landsleikinn. „Þeir hefðu átt að vita af því að hann hefði farið til Slóveníu í gegnum læknateymið sitt," sagði Einar en HSÍ mun aðstoða Kára í þessu máli eins og það getur. Ekki náðist í Kára í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson var ein af hetjum íslenska landsliðsins í leiknum gegn Slóveníu á miðvikudag. Þegar hann kom svo til Íslands í gær fékk hann þau tíðindi að félag hans, Wetzlar, væri búið að reka hann. Kári Kristján fór í aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Í kjölfarið fór hann í veikindafrí hjá félaginu. Því fríi átti að ljúka í gær eða degi eftir leik Slóveníu og Íslands. „Ég var að horfa á leikinn á netinu og ég datt næstum úr sófanum þegar ég sá að Kári var að spila fyrir Ísland," sagði Björn Seipp, framkvæmdastjóri Wetzlar. „Við vorum í losti yfir því að sjá það og miður okkar yfir framkomu hans. Hann fékk leyfi til þess að fara í meðhöndlun á Íslandi. Hann var í engum rétti til þess að spila fyrir liðið. Það er bæði brot á trúnaði og á samningi. Fyrir vikið getum við ekki starfað með honum áfram og í raun höfum við ekki áhuga á því." Kári var með samning við félagið til loka júní en þá hefur hann störf hjá danska félaginu Bjerringbro-Silkeborg. Miðað við núverandi stöðu verður hann því ekki á launum næstu mánuði. „Það er búinn vera ákveðinn farsi í gangi hjá Wetzlar út af þessu máli. Hann kom til Íslands á mánudag og byrjaði að æfa með liðinu. Hann átti síðan símtöl við lækna Wetzlar þar sem hann tjáði þeim að hann væri orðinn góður og vildi komast af veikindalistanum," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hafði ekki verið í neinum samskiptum sjálfur við forráðamenn Wetzlar. „Svo eftir leikinn kemur bréf frá Wetzlar og þeir hafa síðan rekið málið í fjölmiðlum og farið grimmt fram. Þeir höfðu einnig samband við Handknattleikssamband Evrópu og sögðu Kára ekki vera tryggðan því hann væri enn á veikindalistanum sem læknar liðsins höfðu lofað Kára að koma honum af að því mér skilst." Einar segir að þrátt fyrir það hafi hann verið löglegur með landsliðinu og þetta mál hafi ekki nein áhrif á úrslit leiksins í Slóveníu. „Það var greinilega eitthvað vandamál þarna í samskiptunum. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju því ég kom þar ekki nærri. Wetzlar vann þetta mál mjög hratt á meðan Kári var í flugi á leið heim til Íslands. Á meðan gat Kári ekki talað við neinn." Einar segir það skrítið að ekki hafi komið nein mótmæli frá félaginu eftir að Kári talaði við lækna félagsins. Það hefði verið eðlilegt ef þeir settu sig upp á móti því að hann spilaði landsleikinn. „Þeir hefðu átt að vita af því að hann hefði farið til Slóveníu í gegnum læknateymið sitt," sagði Einar en HSÍ mun aðstoða Kára í þessu máli eins og það getur. Ekki náðist í Kára í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira