Betri staða styður krónuna Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. júní 2013 07:00 Seðlabanki Íslands Jákvæð þróun utanríkisviðskipta og hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins getur stutt við gengi krónunnar þegar kemur að stórum gjalddögum í erlendri mynt á vordögum. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Seðlabanki Íslands birti í vikunni tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta fjórðungi ársins, auk greiningar undirliggjandi erlendrar stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. „Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins virðist ívið skárri en talið var fyrr á árinu,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þá byrjar árið vel hvað undirliggjandi jöfnuð á utanríkisviðskiptum varðar, og hefur það væntanlega hjálpað til að milda áhrif stórra gjalddaga á vordögum á gengisþróun krónu.“ Fram kemur í tölum Seðlabankans að afgangur er á viðskiptajöfnuði á fyrsta fjórðungi ársins, hvort sem horft er til talna með eða án gömlu bankanna og slitameðferðar þeirra. Með bönkunum er viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða króna og um 14,4 milljarða að þeim undanskildum. „Þetta má teljast harla gott, enda er fyrsti fjórðungur yfirleitt ekki beysinn hvað viðskiptajöfnuð varðar,“ segir í umfjöllun Greiningar. Halli á viðskiptajöfnuði var enda 45,6 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2012 og 15,2 milljarða halli að fráteknum slitameðferðarbönkunum. Þá kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka að túlkun á tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins sé nú orðin nokkuð einfaldari en áður, þar sem áhrif skipurits Actavis á erlendu stöðuna í bókum Seðlabankans séu nú mun minni en áður vegna sölu fyrirtækisins undir lok síðasta árs. Án gömlu bankanna var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 453 milljarða króna í marslok. „Það jafngildir um það bil 25,5 prósentum af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. Staðan batnaði um 38 milljarða króna frá upphafi ársins.“ Greining bendir á að erlenda staðan hafi ekki mælst betri í krónum talið frá því á fjórða ársfjórðungi 2000. „Að gömlu bönkunum meðtöldum eru erlendar skuldir hins vegar enn himinháar, eða sem nemur 12.846 milljörðum króna, og hrein staða neikvæð um 8.249 milljarða.“ Tölurnar segir Greining Íslandsbanka hins vegar hafa takmarkað upplýsingagildi þar sem stærstur hluti skulda gömlu bankanna verði afskrifaður við uppgjör þeirra. „Samþykki kröfuhafar að gefa eftir verulegan hluta innlendra eigna búanna verður erlend staða þjóðarbúsins á endanum hagfelldari sem því nemur, en í mati á undirliggjandi erlendu stöðunni er ekki gert ráð fyrir slíkri niðurfærslu á þessum eignum.“OrðskýringViðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur (útflutning) og -gjöld (innflutning) þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. „Ef tekjur eru umfram gjöld er talað um afgang á viðskiptum við útlönd en viðskiptahalla ef gjöldin eru umfram tekjur,“ segir á vef Seðlabanka Íslands. Verg landsframleiðsla er verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Jákvæð þróun utanríkisviðskipta og hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins getur stutt við gengi krónunnar þegar kemur að stórum gjalddögum í erlendri mynt á vordögum. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Seðlabanki Íslands birti í vikunni tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta fjórðungi ársins, auk greiningar undirliggjandi erlendrar stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. „Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins virðist ívið skárri en talið var fyrr á árinu,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þá byrjar árið vel hvað undirliggjandi jöfnuð á utanríkisviðskiptum varðar, og hefur það væntanlega hjálpað til að milda áhrif stórra gjalddaga á vordögum á gengisþróun krónu.“ Fram kemur í tölum Seðlabankans að afgangur er á viðskiptajöfnuði á fyrsta fjórðungi ársins, hvort sem horft er til talna með eða án gömlu bankanna og slitameðferðar þeirra. Með bönkunum er viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða króna og um 14,4 milljarða að þeim undanskildum. „Þetta má teljast harla gott, enda er fyrsti fjórðungur yfirleitt ekki beysinn hvað viðskiptajöfnuð varðar,“ segir í umfjöllun Greiningar. Halli á viðskiptajöfnuði var enda 45,6 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2012 og 15,2 milljarða halli að fráteknum slitameðferðarbönkunum. Þá kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka að túlkun á tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins sé nú orðin nokkuð einfaldari en áður, þar sem áhrif skipurits Actavis á erlendu stöðuna í bókum Seðlabankans séu nú mun minni en áður vegna sölu fyrirtækisins undir lok síðasta árs. Án gömlu bankanna var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 453 milljarða króna í marslok. „Það jafngildir um það bil 25,5 prósentum af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. Staðan batnaði um 38 milljarða króna frá upphafi ársins.“ Greining bendir á að erlenda staðan hafi ekki mælst betri í krónum talið frá því á fjórða ársfjórðungi 2000. „Að gömlu bönkunum meðtöldum eru erlendar skuldir hins vegar enn himinháar, eða sem nemur 12.846 milljörðum króna, og hrein staða neikvæð um 8.249 milljarða.“ Tölurnar segir Greining Íslandsbanka hins vegar hafa takmarkað upplýsingagildi þar sem stærstur hluti skulda gömlu bankanna verði afskrifaður við uppgjör þeirra. „Samþykki kröfuhafar að gefa eftir verulegan hluta innlendra eigna búanna verður erlend staða þjóðarbúsins á endanum hagfelldari sem því nemur, en í mati á undirliggjandi erlendu stöðunni er ekki gert ráð fyrir slíkri niðurfærslu á þessum eignum.“OrðskýringViðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur (útflutning) og -gjöld (innflutning) þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. „Ef tekjur eru umfram gjöld er talað um afgang á viðskiptum við útlönd en viðskiptahalla ef gjöldin eru umfram tekjur,“ segir á vef Seðlabanka Íslands. Verg landsframleiðsla er verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira