Popp, hip hop og kántrí á Bangerz Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 08:30 Miley Cyrus hefur heldur betur verið á milli tannanna á fólki síðustu vikur. Fyrst vakti hún hneykslan margra með svæsinni sviðsframkomu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni, því næst birtist hún nakin í myndbandi sínu við lagið Wrecking Ball og loks átti hún í grimmum skoðanaskiptum við Sinéad O"Connor. Nothing Compares 2 U-söngkonan sagði að óþarfi væri fyrir Cyrus að hegða sér eins og „vændiskona“ til að vekja á sér athygli. Cyrus gerði lítið úr ummælunum og benti á andlega vanheilsu O"Connor. Fyrir það var hún harðlega gagnrýnd. En hvað um það. Núna er fjórða hljóðversplata Cyrus, Bangerz, komin út og sú fyrsta á vegum RCA Records. Þar starfar hún með kunnum upptökustjórum og lagahöfundum á borð við Mike Will, Pharrell, Future og will.i.am. Cyrus, sem verður 21 árs í nóvember, ætlaði upphaflega að einbeita sér að kvikmyndaferlinum í stað þess að búa til Bangerz, en hún varð unglingastjarna í sjónvarpsþáttunum Hannah Montana. Í staðinn ákvað hún að leggja allt í sölurnar fyrir tónlistarferilinn og hún má eiga það að hún kann að vekja á sér athygli, hvað sem öðrum kann að finnast um lafandi tungu hennar og kynferðislega tilburði á opinberum vettvangi. Sjálf lítur hún á Bangerz sem fyrstu „alvöru“ sólóplötuna sína, enda hefur hún núna sagt skilið við Hannah Montana-batteríið. Poppið er allsráðandi, þótt hip hop og sveitatónlist komi einnig við sögu. Tilurð sveitatónlistar á plötunni er síður en svo út úr kú því Cyrus er dóttir hins heimsfræga kántrítónlistarmanns Billy Ray Cyrus. Textarnir á Bangerz snúast að mestu um ást og rómantík og eru líkast til undir áhrifum frá sambandsslitum hennar og unnustans fyrrverandi, leikarans Liams Hemsworth. Gestasöngvarar á plötunni eru Britney Spears, Big Sean, French Montana, Future, Ludacris og Nelly. Smáskífulögin tvö hafa bæði notið hylli. We Can"t Stop komst í annað sæti bandaríska Billboard-listans og Wrecking Ball varð í framhaldinu fyrsta lag hennar til að ná toppsætinu. Samtals hafa níu lög með henni komst á topp tíu í Bandaríkjunum. Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Miley Cyrus hefur heldur betur verið á milli tannanna á fólki síðustu vikur. Fyrst vakti hún hneykslan margra með svæsinni sviðsframkomu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni, því næst birtist hún nakin í myndbandi sínu við lagið Wrecking Ball og loks átti hún í grimmum skoðanaskiptum við Sinéad O"Connor. Nothing Compares 2 U-söngkonan sagði að óþarfi væri fyrir Cyrus að hegða sér eins og „vændiskona“ til að vekja á sér athygli. Cyrus gerði lítið úr ummælunum og benti á andlega vanheilsu O"Connor. Fyrir það var hún harðlega gagnrýnd. En hvað um það. Núna er fjórða hljóðversplata Cyrus, Bangerz, komin út og sú fyrsta á vegum RCA Records. Þar starfar hún með kunnum upptökustjórum og lagahöfundum á borð við Mike Will, Pharrell, Future og will.i.am. Cyrus, sem verður 21 árs í nóvember, ætlaði upphaflega að einbeita sér að kvikmyndaferlinum í stað þess að búa til Bangerz, en hún varð unglingastjarna í sjónvarpsþáttunum Hannah Montana. Í staðinn ákvað hún að leggja allt í sölurnar fyrir tónlistarferilinn og hún má eiga það að hún kann að vekja á sér athygli, hvað sem öðrum kann að finnast um lafandi tungu hennar og kynferðislega tilburði á opinberum vettvangi. Sjálf lítur hún á Bangerz sem fyrstu „alvöru“ sólóplötuna sína, enda hefur hún núna sagt skilið við Hannah Montana-batteríið. Poppið er allsráðandi, þótt hip hop og sveitatónlist komi einnig við sögu. Tilurð sveitatónlistar á plötunni er síður en svo út úr kú því Cyrus er dóttir hins heimsfræga kántrítónlistarmanns Billy Ray Cyrus. Textarnir á Bangerz snúast að mestu um ást og rómantík og eru líkast til undir áhrifum frá sambandsslitum hennar og unnustans fyrrverandi, leikarans Liams Hemsworth. Gestasöngvarar á plötunni eru Britney Spears, Big Sean, French Montana, Future, Ludacris og Nelly. Smáskífulögin tvö hafa bæði notið hylli. We Can"t Stop komst í annað sæti bandaríska Billboard-listans og Wrecking Ball varð í framhaldinu fyrsta lag hennar til að ná toppsætinu. Samtals hafa níu lög með henni komst á topp tíu í Bandaríkjunum.
Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira