Viðskipti innlent

Hægt að smíða gervifót á klukkustund

Össur Kristinsson.
Össur Kristinsson.
Ráðstefnan TEDxReykjavík var haldin í þriðja sinn í byrjun júní.

Slagorð ráðstefnunnar var Ljáum góðum hugmyndum vængi og var boðið upp á fyrirlestra þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir.

Meðal fyrirlesara voru Kári Stefánsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sigga Heimis og Úlfur Hansson.

Einnig kom Össur Kristinsson, stofnandi Össurar hf., fram og fjallaði um nýja tækni sem gerir það kleift að smíða gervifót á innan við klukkustund og auðvelt er að kenna ófaglærðum í þróunarríkjum.

Hægt er að horfa á fyrirlestur Össurar hér fyrir neðan.

Össur Kristinsson útskrifaðist árið 1970 með próf í gerð stoðtækja. Ári síðar stofnaði hann fyrirtækið Össur hf. sem í dag er alþjóðlegt 1800 manna fyrirtæki með starfsemi í fimmtán löndum.

Árið 2005 stofnaði Össur einnig fyrirtækið OK Prosthetics í þeim tilgangi að þróa og framleiða gervifætur fyrir þróunarríkin. Össur stofnaði einnig fyrirtækið Rafnar ehf. sem þróar og smíðar nýja gerð skipsskrokka.

TEDxReykjavík var haldin í fyrirlestrarsal Arion banka. Ráðstefnan var skipulögð af Hugmyndaráðuneytinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×