Viðskipti innlent

DV skuldar enn 11 milljónir í opinber gjöld

Útgáfufélag DV skuldar tæplega 11 milljónir króna í ógreidd opinber gjöld þrátt fyrir að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 55 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi.
Útgáfufélag DV skuldar tæplega 11 milljónir króna í ógreidd opinber gjöld þrátt fyrir að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 55 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi.
Útgáfufélag DV skuldar tæplega 11 milljónir króna í opinber gjöld þrátt fyrir að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 55 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, segir í samtali við Morgunblaðið að farið verði í frekari hlutafjáraukningu síðar í mánuðinum og skuldin verði þá greidd.

DV tapaði 65 milljónum króna í fyrra en 83 milljónum árið áður. Eigið fé félagsins var neikvætt um ríflega 15 milljónir í árslok 2012.

Í júlí síðastliðnum sagði Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, að ljóst væri að félagið þyrfti að minnka útgjöld.

„Síðastliðið haust var orðið ljóst að reksturinn væri ekki sjálfbær í þáverandi mynd,“ sagði Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×