Handbolti

Hamburg lagði drengina hans Dags

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.

Hamburg er aðeins stigi á eftir Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir sigur á heimavelli, 28-25, í kvöld.

Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir heimamenn og þeir gáfu það forskot aldrei eftir. Hamburg er með 46 stig í fimmta sæti deildarinnar en Berlin með 47 stig í því fjórða.

Igor Vori var markahæstur í liði Berlin með 5 mörk en Bartlomiej Jaszka var markahæstur í liði Dags Sigurðssonar með 8 mörk.

Ljótt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar Torsten Jansen, leikmaður Hamburg, kýldi Ivan Nincevic hjá Berlin í andlitið. Jansen fær væntanlega drjúgt leikbann fyrir kjaftshöggið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×