Viðskipti innlent

Forstjóri Össurar kaupir í félaginu

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf. festi kaup á 40.000 hlutum í félaginu í dag.

Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni en Jón keypti hlutina á 7,5 danskar kr. stykkið eða 159 kr. Alls keypti Jón því fyrir tæplega 6,4 milljónir kr. Skráð verð á hlutum í Össuri þegar þetta er skrifað er hinsvegar um 184 kr. á hlut.

Fram kemur í flögguninni að með þessum kaupum eigi Jón orðið tæplega 380.000 hluti í Össuri og hann á kauprétt á 1.250.000 hlutum í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×