Viðskipti innlent

Össur hf. kaupir sænskt fyrirtæki á 5,7 milljarða

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.

Össur hf. hefur fest kaup á sænska stoðtækjaframleiðandanum TeamOlmed fyrir 310 milljónir sænskra kr. eða rúmlega 5,7 milljarða kr.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að greiddar verða 50 milljónir sænskra kr. í viðbót ef TeamOlmed nær ákveðnum markmiðum um tekjur og hagnað á þessu ári og því næsta.

Össur hefur lengi átt í samstarfi við TeramOlmed en með kaupunum nær Össur stórum hluta af sænska markaðinum með stoðtæki að því er segir í tilkynningunni.

Fram kemur að yfir 300 manns starfi hjá TeamOlmed og að tekjur þess í fyrra hafi numið 348 milljónum sænskra kr.

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segir í tilkynningunni að kaupin á sænska fyrirtækinu séu spennandi tækifæri. Jafnframt séu þau mikilvægur áfangi fyrir Össur og styrki stöðu félagsins á sænska markaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×