Hugurinn leitar heim núna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2013 07:00 Óskar Bjarni býst við því að flytja aftur heim í sumar. Hann er í leit að nýrri vinnu eftir mikið ævintýri í Danmörku. fréttablaðið/valli Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson gekk í gegnum mikið síðasta vetur og nú þegar tímabilinu er að ljúka er hann án vinnu. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið danska liðsins Viborg og var rekinn frá kvennaliðinu um daginn. Óskar hefur áhuga á því að vera áfram erlendis en reiknar með því að koma heim. „Ég kem ekkert heim alveg strax. Krakkarnir þurfa að klára skólann og svona fyrst. Ég fer svo að taka kassana fram. Ég er eðlilega ekkert að vaða í atvinnutilboðum hérna,“ sagði handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson léttur og hló við. Hann var á dögunum rekinn frá kvennaliði Viborg, sem er stórveldi í kvennahandbolta. Óskar Bjarni samdi við karlalið Viborg fyrir tímabilið en í desember var hann beðinn um að taka kvennaliðið að sér sem hann og gerði. Það fékk síðan ekki farsælan endi eins og áður segir. „Þetta er búið að vera mikið bíó en hrikalega lærdómsríkt ár. Það er ekki hægt að segja annað. Ég sé ekki eftir neinu samt. Margir ættingjar höfðu áhyggjur af því að mikið hefur gengið á. Ég hef upplifað allt á þessu ári. Var fyrst með lið þar sem voru engar kröfur og skipti ekki máli þó svo að við töpuðum yfir í að stýra liði þar sem kröfurnar voru gríðarlegar. Ég er búinn að kynnast karla- og kvennaboltanum á einu ári,“ sagði Óskar Bjarni. Fáránleg tímasetningÓskar Bjarni á hliðarlínunni hjá Valsmönnum.Þegar hann tók við kvennaliðinu sleppti hann ekki hendinni af karlaliðinu strax og hann viðurkennir að það hafi verið mistök. „Ég var áfram með strákana samviskunnar vegna. Þann tíma hefði ég getað nýtt til þess að kynna mér kvennaboltann betur en ég var alls ekki nógu mikið inni í honum. Tímasetningin á uppsögninni var samt fáránleg og ég var ekki sáttur við hana.“ Það hefur verið mikil keyrsla á Óskari. Hann valdi að fara með landsliðinu á Ólympíuleikana eftir að hann tók við starfinu í Danmörku. Hann varð því að vinna hratt er hann kom til Danmerkur og svo þurfti hann aftur að byrja upp á nýtt. Hann segist því hafa fundið fyrir því núna að hann væri orðinn nokkuð þreyttur. „Ég tek að sjálfsögðu ábyrgð á mörgu sem þjálfari en liðið var ekki nógu gott og í raun fjórða besta liðið í deildinni. Það kom svo á daginn að liðið komst ekki í úrslit þrátt fyrir að þeir sögðu mér upp.“ Framtíðin er óráðin hjá Óskari og fjölskyldu og hann hefur ekki verið að leita að nýju starfi. „Hugurinn leitar heim núna. Í byrjun langaði mig jafnvel að halda áfram í Evrópu fyrst ég er kominn út. Jafnvel prófa Þýskaland eða eitthvað. Fara í harkið. Ég er til í að ganga í gegnum svona en ég veit ekki hvort ég nenni að láta fjölskylduna gera það. Það er ansi mikið að vera með fjögur börn og standa í þessu öllu. Ég nenni ekki að vera í hverju sem er samt,“ sagði Óskar Bjarni sem hefur engu að síður líkað vistin vel í Danmörku og þar hefur fjölskyldunni liðið vel. „Þýskaland hefur oft heillað mig en ég er ótalandi á þýsku og það er verra. Ég talaði norsk/dönsku hérna og það var ekki að hjálpa mér. Maður þarf að vera sterkur í tungumálinu. Annað er asnalegt. Þess vegna leitar hugurinn mest heim núna.“ Óskar Bjarni segist ekki hafa heyrt frá neinu liði á Íslandi sem er í leit að meistaraflokksþjálfara. „Ég hef fengið símtöl að heiman en það tengist aðallega yngri flokkum. Flestir meistaraflokkar eru búnir að klára sín mál. Mín stefna er samt að þjálfa áfram enda hef ég gaman af því og að vera rekinn styrkti mig bara.“ Handbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson gekk í gegnum mikið síðasta vetur og nú þegar tímabilinu er að ljúka er hann án vinnu. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið danska liðsins Viborg og var rekinn frá kvennaliðinu um daginn. Óskar hefur áhuga á því að vera áfram erlendis en reiknar með því að koma heim. „Ég kem ekkert heim alveg strax. Krakkarnir þurfa að klára skólann og svona fyrst. Ég fer svo að taka kassana fram. Ég er eðlilega ekkert að vaða í atvinnutilboðum hérna,“ sagði handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson léttur og hló við. Hann var á dögunum rekinn frá kvennaliði Viborg, sem er stórveldi í kvennahandbolta. Óskar Bjarni samdi við karlalið Viborg fyrir tímabilið en í desember var hann beðinn um að taka kvennaliðið að sér sem hann og gerði. Það fékk síðan ekki farsælan endi eins og áður segir. „Þetta er búið að vera mikið bíó en hrikalega lærdómsríkt ár. Það er ekki hægt að segja annað. Ég sé ekki eftir neinu samt. Margir ættingjar höfðu áhyggjur af því að mikið hefur gengið á. Ég hef upplifað allt á þessu ári. Var fyrst með lið þar sem voru engar kröfur og skipti ekki máli þó svo að við töpuðum yfir í að stýra liði þar sem kröfurnar voru gríðarlegar. Ég er búinn að kynnast karla- og kvennaboltanum á einu ári,“ sagði Óskar Bjarni. Fáránleg tímasetningÓskar Bjarni á hliðarlínunni hjá Valsmönnum.Þegar hann tók við kvennaliðinu sleppti hann ekki hendinni af karlaliðinu strax og hann viðurkennir að það hafi verið mistök. „Ég var áfram með strákana samviskunnar vegna. Þann tíma hefði ég getað nýtt til þess að kynna mér kvennaboltann betur en ég var alls ekki nógu mikið inni í honum. Tímasetningin á uppsögninni var samt fáránleg og ég var ekki sáttur við hana.“ Það hefur verið mikil keyrsla á Óskari. Hann valdi að fara með landsliðinu á Ólympíuleikana eftir að hann tók við starfinu í Danmörku. Hann varð því að vinna hratt er hann kom til Danmerkur og svo þurfti hann aftur að byrja upp á nýtt. Hann segist því hafa fundið fyrir því núna að hann væri orðinn nokkuð þreyttur. „Ég tek að sjálfsögðu ábyrgð á mörgu sem þjálfari en liðið var ekki nógu gott og í raun fjórða besta liðið í deildinni. Það kom svo á daginn að liðið komst ekki í úrslit þrátt fyrir að þeir sögðu mér upp.“ Framtíðin er óráðin hjá Óskari og fjölskyldu og hann hefur ekki verið að leita að nýju starfi. „Hugurinn leitar heim núna. Í byrjun langaði mig jafnvel að halda áfram í Evrópu fyrst ég er kominn út. Jafnvel prófa Þýskaland eða eitthvað. Fara í harkið. Ég er til í að ganga í gegnum svona en ég veit ekki hvort ég nenni að láta fjölskylduna gera það. Það er ansi mikið að vera með fjögur börn og standa í þessu öllu. Ég nenni ekki að vera í hverju sem er samt,“ sagði Óskar Bjarni sem hefur engu að síður líkað vistin vel í Danmörku og þar hefur fjölskyldunni liðið vel. „Þýskaland hefur oft heillað mig en ég er ótalandi á þýsku og það er verra. Ég talaði norsk/dönsku hérna og það var ekki að hjálpa mér. Maður þarf að vera sterkur í tungumálinu. Annað er asnalegt. Þess vegna leitar hugurinn mest heim núna.“ Óskar Bjarni segist ekki hafa heyrt frá neinu liði á Íslandi sem er í leit að meistaraflokksþjálfara. „Ég hef fengið símtöl að heiman en það tengist aðallega yngri flokkum. Flestir meistaraflokkar eru búnir að klára sín mál. Mín stefna er samt að þjálfa áfram enda hef ég gaman af því og að vera rekinn styrkti mig bara.“
Handbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni