Viðskipti innlent

Skrifstofu AGS á Íslandi lokað í dag

Franek Rozwadowski
Franek Rozwadowski
Skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi verður lokað í dag eftir að hafa verið starfrækt hér í rúm fjögur ár.

En skrifstofan sjóðsins í Reykjavík var opnuð í marsmánuði 2009, eftir að Íslendingar undirgengust áætlun hans um uppbyggingu íslensks efnahagslífs eftir hrunið í lok árs 2008.

Í tilkynningu frá Franek Rozwadowski sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrisins á Íslandi segir að Íslendingar hafi lokið áætlun sjoðsins á árinu 2011 og efnahagsleg uppbygging landsins sé nú komin vel á veg.

AGS muni áfram eiga góð samskipti við Ísland í gegnum höfuðstöðvar sjóðsins í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×