NBA: Ellefu í röð hjá Portland og San Antonio - mögnuð nýting LeBrons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2013 07:11 Tony Parker skorar körfu í nótt. Mynd/AP Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira