Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi hefur endurheimt tæp 70 prósent af útgreiðslum úr sjóðnum sem til komnar voru vegna íslensku bankanna.
Í forsíðuumfjöllun Morgunblaðsins í dag kemur fram að að upphæðin sem endurheimt hafi verið nemi 3.053 milljónum punda, eða sem svari 579 milljörðum króna. Þetta er sagt koma fram í ársskýrslu tryggingasjóðsins.
Sjóðurinn á kröfu á þrotabú Landsbankans vegna útgreiðslna vegna Icesave reikninga í Bretlandi, auk þess að eiga kröfu á Heritable Banka (sem Landsbankinn átti) og Singer & Friedlander (sem var í eigu Kaupþings).
Kostnaður sjóðsins vegna bankanna er sagður hafa numið 4.488 milljónum punda (851 milljarður króna).
Tryggingasjóðurinn er sagður áætla að allar eftirstöðvar vegna Icesave verði endurheimtar og 84-90 prósent krafna vegna hinna bankanna.
Bretar hafa endurheimt 68%
Óli Kristján Ármannsson skrifar

Mest lesið

Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu
Viðskipti innlent


Hagnaðist um 2,2 billjónir króna
Viðskipti erlent

Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“
Viðskipti innlent


Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum
Viðskipti innlent

Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent


Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi
Viðskipti innlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur