Viðskipti innlent

Viðskipti með atvinnuhúsnæði 11 milljarðar í apríl

Í apríl s.l. var 55 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 38 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var rétt rúmlega 11 milljarðar króna en 787 milljónir króna utan þess.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að af þessum samningum voru 17 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Til samanburðar má nefna að í apríl í fyrra var heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 9 milljarðar króna en 631 milljón króna utan þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×