Viðskipti innlent

FME var óheimilt að krefja fjármálafyrirtæki um greiðslur

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Fjármálaeftirlitinu (FME) hafi verið óheimilt að krefja tiltekin fjármálafyrirtæki um greiðslu kostnaðar vegna athugana stofnunarinnar á lánasöfnum viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í kjölfar dóma Hæstaréttar frá því í júní 2010 um lögmæti gengislána.

Eitt af fyrirtækjunum vísaði málinu til umboðsmanns og kvartaði meðal annars yfir ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að krefja tiltekin fjármálafyrirtæki um greiðslu kostnaðarins. Taldi fyrirtækið að því hefði ekki verið skylt að greiða hlutfallslegan kostnað sem hlaust af umræddum athugunum og nam tiltekinni fjárhæð.

Það var  niðurstaða setts umboðsmanns Alþingis að ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að krefja fyrirtækið um kostnaðinn hefði ekki átt sér stoð í lögum. Hann beindi þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að það leitaði leiða til að rétta hlut fyrirtækisins, kæmi fram beiðni þess efnis frá félaginu, og þá í samræmi við ákvæði laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Þá mæltist settur umboðsmaður til þess að stofnunin hefði þau sjónarmið sem rakin væru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×