Það var stórleikur í NBA-deildinni í nótt þegar Indiana Pacers tók á móti Miami Heat. Indiana sýndi styrk sinn í leiknum með því að vinna sex stiga sigur á meisturunum.
Liðið er þar með búið að vinna alla tíu leiki sína á heimavelli í vetur en slíkum árangri hefur liðið aldrei náð í sögunni.
Líkt og áður í vetur var lið Indiana geysisterkt í síðari hálfleik en liðið vann seinni hálfleikinn 50-37. Roy Hibbert skoraði 24 stig fyrir Indiana og þeir Paul George og David West 17.
LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir 17 stig fyrir Miami.
Úrslit:
Cleveland-NY Knicks 109-94
Indiana-Miami 90-84
Toronto-San Antonio 103-116
Atlanta-Oklahoma 92-101
Brooklyn-Boston 104-96
Detroit-Minnesota 94-121
Chicago-Milwaukee 74-78
LA Lakers-Phoenix 108-114
Indiana lagði meistarana

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn


Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn