Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júní 2013 13:29 Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar en þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. MYND/GETTY Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira