Túnfisksævintýri Íslendinga endar með ósköpum Stígur Helgason skrifar 16. júlí 2013 10:00 Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, heimsótti starfsstöð Umami í Króatíu fyrir þremur árum. Túnfisksævintýri Íslendinga í Mexíkó og Króatíu, undir merkjum Umami Sustainable Seafood, virðist vera úti. Nú, þremur mánuðum eftir að félagið lýsti því yfir að framtíð þess væri ótrygg, fá hvorki fjölmiðlar, hluthafar né kröfuhafar nokkur svör um stöðuna. Þetta kemur fram í grein norska blaðamannsins Evu Tallaksen á vefnum Undercurrent News, sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsfyrirtækjum. Umami var stofnað af Óla Val Steindórssyni árið 2010 í gegnum fjárfestingafélagið Atlantis, sem hann fór fyrir og stofnaði ásamt öðrum. Óli hafði áður unnið í Japan, meðal annars hjá félaginu Stolt Sea Farm. Atlantis, félag Óla Vals sem áður átti 62 prósent í Umami, varð gjaldþrota í janúar. Það skuldaði dótturfélaginu rúmlega 18 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,2 milljarða króna, í júní í fyrra. Umami var orðið langstærsta túnfiskeldisfyrirtæki heims, að því er sagði í íslenskum fréttum fyrir nokkrum árum. Óli Valur sagði þegar árið 2010, þegar fyrirtækið keypti Baja Aqua Farms í Mexíkó, að það væri fjórum til fimm sinnum stærra en önnur í geiranum.Óli SteindórssonÓli Valur var forstjóri þangað til um síðustu áramót, þegar hann hætti fyrirvaralítið, að því er fram kemur í grein Tallaksen vegna misklíðar á milli hans og fjármálastjórans Tims Fitzpatrick, sem nú hefur tekið við sem forstjóri. Fitzpatrick þessi svaraði ekki beiðnum Undercurrent um viðtal vegna málsins, sagðist í tölvupósti til vefjarins í maí ætla að svara síðar en sagðist svo 19. júní ekki geta tjáð sig af lögfræðilegum ástæðum, án þess að útskýra það frekar. Umami er skráð félag en í grein Undercurrent er fullyrt að hluthafar og kröfuhafar fái engar upplýsingar um það hvernig félagið er statt – hvorki símtölum né tölvupósti sé svarað. Sjö öðrum lykilstjórnendum félagsins hefur verið sagt upp án skýringa frá því seint á síðasta ári og Undercurrent fullyrðir að einungis þrír vinni nú í höfuðstöðvunum. Ekki náðist í Óla Val í gær. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Túnfisksævintýri Íslendinga í Mexíkó og Króatíu, undir merkjum Umami Sustainable Seafood, virðist vera úti. Nú, þremur mánuðum eftir að félagið lýsti því yfir að framtíð þess væri ótrygg, fá hvorki fjölmiðlar, hluthafar né kröfuhafar nokkur svör um stöðuna. Þetta kemur fram í grein norska blaðamannsins Evu Tallaksen á vefnum Undercurrent News, sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsfyrirtækjum. Umami var stofnað af Óla Val Steindórssyni árið 2010 í gegnum fjárfestingafélagið Atlantis, sem hann fór fyrir og stofnaði ásamt öðrum. Óli hafði áður unnið í Japan, meðal annars hjá félaginu Stolt Sea Farm. Atlantis, félag Óla Vals sem áður átti 62 prósent í Umami, varð gjaldþrota í janúar. Það skuldaði dótturfélaginu rúmlega 18 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,2 milljarða króna, í júní í fyrra. Umami var orðið langstærsta túnfiskeldisfyrirtæki heims, að því er sagði í íslenskum fréttum fyrir nokkrum árum. Óli Valur sagði þegar árið 2010, þegar fyrirtækið keypti Baja Aqua Farms í Mexíkó, að það væri fjórum til fimm sinnum stærra en önnur í geiranum.Óli SteindórssonÓli Valur var forstjóri þangað til um síðustu áramót, þegar hann hætti fyrirvaralítið, að því er fram kemur í grein Tallaksen vegna misklíðar á milli hans og fjármálastjórans Tims Fitzpatrick, sem nú hefur tekið við sem forstjóri. Fitzpatrick þessi svaraði ekki beiðnum Undercurrent um viðtal vegna málsins, sagðist í tölvupósti til vefjarins í maí ætla að svara síðar en sagðist svo 19. júní ekki geta tjáð sig af lögfræðilegum ástæðum, án þess að útskýra það frekar. Umami er skráð félag en í grein Undercurrent er fullyrt að hluthafar og kröfuhafar fái engar upplýsingar um það hvernig félagið er statt – hvorki símtölum né tölvupósti sé svarað. Sjö öðrum lykilstjórnendum félagsins hefur verið sagt upp án skýringa frá því seint á síðasta ári og Undercurrent fullyrðir að einungis þrír vinni nú í höfuðstöðvunum. Ekki náðist í Óla Val í gær.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira