Handbolti

Gensheimer framlengdi við Löwen

Gensheimer í leik með Löwen.
Gensheimer í leik með Löwen.
Einn besti hornamaður heims, Uwe Gensheimer, hefur tekið ákvörðun um framtíð sína og hún kom ansi mörgum á óvart.

Hinn magnaði Gensheimer hefur ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Rhein-Neckar Löwen sem gildir úr leiktíðina 2016.

Gamli samningur Gensheimer átti að renna út næsta sumar. Bæði Barcelona og Kiel vildu fá leikmanninn en hann ætlar ekki að breyta til.

"Heildarpakkinn skipti máli. Mér líður vel hér og það er frábært að fylgjast með framförum liðsins. Hér eru spennandi tímar fram undan," sagði Gensheimer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×