Körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport á jóladag Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2013 11:45 Lebron James treður hér yfir Ben McLemore, leikmann Sacramento Kings í leik liðanna. Mynd/Gettyimages Sannkölluð körfuboltaveisla verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Að venju eru stórleikir í NBA-deildinni á jóladag en á milli leikja verður heimildarmyndin Ölli sýnd. Myndin fjallar um einn af efnilegustu körfuboltamönnum Íslands á sínum tíma. Fyrsti leikur dagsins, Brooklyn Nets gegn Chicago Bulls hefst í beinni útsendingu klukkan 17. Báðum liðum var spáð góðu gengi á tímabilinu en eru hinsvegar að berjast um að komast í sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera með dýrasta leikmannahóp deildarinnar gengur illa hjá Jason Kidd, þjálfara Nets að slípa saman leikmannahópinn. Eftir leik Nets og Bulls verður heimildarmyndin Ölli eftir Garðar Örn Arnarson sýnd. Myndin fjallar um líf og leik Örlyg Arons Sturlusonar sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Örlygur lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins sextán ára, varð Íslandsmeistari með Njarðvík 18 ára og byrjaði að spila með landsliðinu ungur að árum en lést af slysförum árið 2000. Myndin rekur feril Örlygs og gefur áhorfendanum tækifæri að kynnast þessum einstaka dreng í gegnum þá sem stóðu honum næst. Los Angeles Lakers tekur á móti Miami Heat í Staples Center í seinni leik kvöldsins á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 22. Lakers verða án Kobe Bryant, Steve Nash og Steve Blake en búist er við að Jordan Farmar taki þátt í leiknum eftir að hafa náð sér af meiðslum. Leikmenn Miami sem eru ríkjandi meistarar hafa aðeins tapað sex leikjum á tímabilinu sem er besti byrjun í sögu félagsins. Þá tekur New York Knicks á móti Oklahoma City Thunder í Madison Square Garden, San Antonio Spurs tekur á móti Houston Rockets og að lokum mætast Los Angeles Clippers og Golden State Warriors í Oakland. NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Sannkölluð körfuboltaveisla verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Að venju eru stórleikir í NBA-deildinni á jóladag en á milli leikja verður heimildarmyndin Ölli sýnd. Myndin fjallar um einn af efnilegustu körfuboltamönnum Íslands á sínum tíma. Fyrsti leikur dagsins, Brooklyn Nets gegn Chicago Bulls hefst í beinni útsendingu klukkan 17. Báðum liðum var spáð góðu gengi á tímabilinu en eru hinsvegar að berjast um að komast í sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera með dýrasta leikmannahóp deildarinnar gengur illa hjá Jason Kidd, þjálfara Nets að slípa saman leikmannahópinn. Eftir leik Nets og Bulls verður heimildarmyndin Ölli eftir Garðar Örn Arnarson sýnd. Myndin fjallar um líf og leik Örlyg Arons Sturlusonar sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Örlygur lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins sextán ára, varð Íslandsmeistari með Njarðvík 18 ára og byrjaði að spila með landsliðinu ungur að árum en lést af slysförum árið 2000. Myndin rekur feril Örlygs og gefur áhorfendanum tækifæri að kynnast þessum einstaka dreng í gegnum þá sem stóðu honum næst. Los Angeles Lakers tekur á móti Miami Heat í Staples Center í seinni leik kvöldsins á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 22. Lakers verða án Kobe Bryant, Steve Nash og Steve Blake en búist er við að Jordan Farmar taki þátt í leiknum eftir að hafa náð sér af meiðslum. Leikmenn Miami sem eru ríkjandi meistarar hafa aðeins tapað sex leikjum á tímabilinu sem er besti byrjun í sögu félagsins. Þá tekur New York Knicks á móti Oklahoma City Thunder í Madison Square Garden, San Antonio Spurs tekur á móti Houston Rockets og að lokum mætast Los Angeles Clippers og Golden State Warriors í Oakland.
NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum