Betur er sefað illt en upp vakið Þorsteinn Pálsson skrifar 29. júní 2013 07:00 Forsætisráðherra þeytti loftvarnaflautu sína í vikunni. Tilefnið var að honum fannst sem ríkisstjórnin fengi ekki andrými fyrir loftárásum stjórnarandstöðunnar. Trúlega er það mat ráðherrans rétt að í annan tíma hafa ríkisstjórnir ekki lent í jafn krappri vörn á fyrstu dögum sínum. Í því ljósi var ekki aðeins eðlilegt heldur nauðsynlegt að spyrna við fæti. Engin ríkisstjórn getur unað svo þröngri stöðu sem forsætisráðherra lýsir. Loftárásasamlíkingin er aukaatriði í þeirri umræðu. Hitt er áhugaverðara að skoða hvort ríkisstjórnin hafi sjálf lagt af stað í þeirri andþröng sem forsætisráðherra finnst hann vera í eða hvort sökina má finna í ómálefnalegum vélráðum stjórnarandstöðunnar sem kjósendur höfnuðu með rækilegum hætti á dögunum. Rétt greining ræður miklu um hvort ríkisstjórninni tekst að losa um öndunina. Þá athugun er ekki unnt að slíta úr samhengi við loforð Framsóknarflokksins um fulla og almenna endurgreiðslu á húsnæðislánaverðbólgu síðustu ára. Loforðið var tvöfalt. Það fól einnig í sér að kostnaðinn ætti hvorki að greiða með tekjum ríkissjóðs né að honum yrði velt yfir á almenning eftir leiðum seðlaprentunar og verðbólgu. Í jarðneskri tilvist er ekki unnt að fullnægja hvoru tveggja. Þetta þýðir að eigi að efna endurgreiðsluloforðið þurfa menn að loka augunum fyrir kostnaðarleysisloforðinu. Eigi aftur á móti að standa við það er ekki um annað að ræða en gleyma hinu. Flokkur forsætisráðherrans gaf ekki meira andrými en þetta. Þegar leitað er skýringar á óvanalegri upphafsstöðu ríkisstjórnarinnar er hana að finna í þessu.Óábyrg stjórnarandstaða Því fer hins vegar fjarri að stjórnarandstaðan hafi sýnt fulla ábyrgð. Eigi að komast hjá alvarlegum áhrifum á fjármálastöðguleika og hag heimilanna þarf að hjálpa Framsóknarflokknum að efna kostnaðarleysisloforðið en komast út úr endurgreiðsluloforðinu. Stjórnarandstaðan sem fyrir kosningar varaði við þessum áformum hagar málflutningi sínum nú á þann veg að halda Framsóknarflokknum sem fastast við endurgreiðsluloforðið en kærir sig kollótta þótt kostnaðurinn lendi á almenningi. Hér er hins vegar um svo ríka almannahagsmuni að tefla að til þess má ætlast að stjórnarandstaðan geri Framsóknarflokknum léttara að komast frá málinu. Þá spyrja menn eðlilega hvort ekki sé siðferðilega rangt að svíkja kosningaloforð. Alla jafnan er það svo. En þegar virt er að ekki er í mannlegu valdi að efna kostnaðarhlið endurgreiðsluloforðsins ætti að vera auðvelt er að útskýra að almannahag sé betur borgið með því að láta hlutina ógerða. Betur er sefað illt en upp vakið. Samtök atvinnulífsins vöruðu Alþingi við með hófsömum hætti en miklum þunga. Sama gerði Seðlabankinn í umsögn sinni. Lét hann þó ógert að minnast á þá hættu sem lesa má út úr þingsályktunartillögu forsætisráðherra að málið verði leyst með seðlaprentun í sérstökum sjóði. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur fært sterk hagræn rök gegn efndum á loforði Framsóknarflokksins. Það sama hefur Efnahags og framfarastofnunin gert. Hvort heldur litið er á umsagnir þessara innlendu samtaka og stofnana eða þeirra erlendu er hvergi að finna ómálefnaleg rök sem ætla mætti að væru lituð af flærð stjórnarandstöðu. Þeim þarf því að svara með öðrum hætti en gert hefur verið ætli stjórnin að skapa sér eðlilegt andrými.Hurðum skellt á meirihlutann Utanríkisráðherra hefur dregið aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka í stjórnkerfinu og gagnvart þjóðinni en lætur hana standa með óútskýrðu hléi gagnvart Evrópusambandinu. Sá tvískinnungur er torskilinn nema tilgangurinn sé að halda í þá styrki sem umsóknarlöndum einum stendur til boða. Með þessari afstöðu er upptaka annarrar myntar útilokuð fyrir fram sem framtíðarlausn á gjaldmiðilsvandanum. Þá hefur utanríkisráðherra gyrt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda vill að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar. Margir eru ósáttir við að þjóðin fái ekki undanbragðalaust að taka afstöðu til kosta og galla aðildar þegar samningur liggur fyrir. Sú meirihlutaósk hljóðnar ekki við loftvarnaflautur. Ríkisstjórnin gengur með þessu gegn sterkum vilja hópa fólks úr röðum stuðningsmanna sinna. Það er önnur skýring á takmörkuðu andrými. En það er hennar eigin vöggugjöf. Vilji hún meira andrými þarf hún að gefa þjóðinni færi á að ljúka þessu stærsta efnahags- og utanríkispólitíska álitamáli sem Ísland stendur andspænis. Það fæst ekki með hurðaskellum á meirihlutann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Forsætisráðherra þeytti loftvarnaflautu sína í vikunni. Tilefnið var að honum fannst sem ríkisstjórnin fengi ekki andrými fyrir loftárásum stjórnarandstöðunnar. Trúlega er það mat ráðherrans rétt að í annan tíma hafa ríkisstjórnir ekki lent í jafn krappri vörn á fyrstu dögum sínum. Í því ljósi var ekki aðeins eðlilegt heldur nauðsynlegt að spyrna við fæti. Engin ríkisstjórn getur unað svo þröngri stöðu sem forsætisráðherra lýsir. Loftárásasamlíkingin er aukaatriði í þeirri umræðu. Hitt er áhugaverðara að skoða hvort ríkisstjórnin hafi sjálf lagt af stað í þeirri andþröng sem forsætisráðherra finnst hann vera í eða hvort sökina má finna í ómálefnalegum vélráðum stjórnarandstöðunnar sem kjósendur höfnuðu með rækilegum hætti á dögunum. Rétt greining ræður miklu um hvort ríkisstjórninni tekst að losa um öndunina. Þá athugun er ekki unnt að slíta úr samhengi við loforð Framsóknarflokksins um fulla og almenna endurgreiðslu á húsnæðislánaverðbólgu síðustu ára. Loforðið var tvöfalt. Það fól einnig í sér að kostnaðinn ætti hvorki að greiða með tekjum ríkissjóðs né að honum yrði velt yfir á almenning eftir leiðum seðlaprentunar og verðbólgu. Í jarðneskri tilvist er ekki unnt að fullnægja hvoru tveggja. Þetta þýðir að eigi að efna endurgreiðsluloforðið þurfa menn að loka augunum fyrir kostnaðarleysisloforðinu. Eigi aftur á móti að standa við það er ekki um annað að ræða en gleyma hinu. Flokkur forsætisráðherrans gaf ekki meira andrými en þetta. Þegar leitað er skýringar á óvanalegri upphafsstöðu ríkisstjórnarinnar er hana að finna í þessu.Óábyrg stjórnarandstaða Því fer hins vegar fjarri að stjórnarandstaðan hafi sýnt fulla ábyrgð. Eigi að komast hjá alvarlegum áhrifum á fjármálastöðguleika og hag heimilanna þarf að hjálpa Framsóknarflokknum að efna kostnaðarleysisloforðið en komast út úr endurgreiðsluloforðinu. Stjórnarandstaðan sem fyrir kosningar varaði við þessum áformum hagar málflutningi sínum nú á þann veg að halda Framsóknarflokknum sem fastast við endurgreiðsluloforðið en kærir sig kollótta þótt kostnaðurinn lendi á almenningi. Hér er hins vegar um svo ríka almannahagsmuni að tefla að til þess má ætlast að stjórnarandstaðan geri Framsóknarflokknum léttara að komast frá málinu. Þá spyrja menn eðlilega hvort ekki sé siðferðilega rangt að svíkja kosningaloforð. Alla jafnan er það svo. En þegar virt er að ekki er í mannlegu valdi að efna kostnaðarhlið endurgreiðsluloforðsins ætti að vera auðvelt er að útskýra að almannahag sé betur borgið með því að láta hlutina ógerða. Betur er sefað illt en upp vakið. Samtök atvinnulífsins vöruðu Alþingi við með hófsömum hætti en miklum þunga. Sama gerði Seðlabankinn í umsögn sinni. Lét hann þó ógert að minnast á þá hættu sem lesa má út úr þingsályktunartillögu forsætisráðherra að málið verði leyst með seðlaprentun í sérstökum sjóði. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur fært sterk hagræn rök gegn efndum á loforði Framsóknarflokksins. Það sama hefur Efnahags og framfarastofnunin gert. Hvort heldur litið er á umsagnir þessara innlendu samtaka og stofnana eða þeirra erlendu er hvergi að finna ómálefnaleg rök sem ætla mætti að væru lituð af flærð stjórnarandstöðu. Þeim þarf því að svara með öðrum hætti en gert hefur verið ætli stjórnin að skapa sér eðlilegt andrými.Hurðum skellt á meirihlutann Utanríkisráðherra hefur dregið aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka í stjórnkerfinu og gagnvart þjóðinni en lætur hana standa með óútskýrðu hléi gagnvart Evrópusambandinu. Sá tvískinnungur er torskilinn nema tilgangurinn sé að halda í þá styrki sem umsóknarlöndum einum stendur til boða. Með þessari afstöðu er upptaka annarrar myntar útilokuð fyrir fram sem framtíðarlausn á gjaldmiðilsvandanum. Þá hefur utanríkisráðherra gyrt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda vill að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar. Margir eru ósáttir við að þjóðin fái ekki undanbragðalaust að taka afstöðu til kosta og galla aðildar þegar samningur liggur fyrir. Sú meirihlutaósk hljóðnar ekki við loftvarnaflautur. Ríkisstjórnin gengur með þessu gegn sterkum vilja hópa fólks úr röðum stuðningsmanna sinna. Það er önnur skýring á takmörkuðu andrými. En það er hennar eigin vöggugjöf. Vilji hún meira andrými þarf hún að gefa þjóðinni færi á að ljúka þessu stærsta efnahags- og utanríkispólitíska álitamáli sem Ísland stendur andspænis. Það fæst ekki með hurðaskellum á meirihlutann.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun