Viðskipti innlent

Skuldir drógust saman milli ára

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Greining Íslandsbanka segir séreinkenni íslenskra heimila í alþjóðlegum samanburði að þau skuldi mikið en eigi einnig mikið.
Greining Íslandsbanka segir séreinkenni íslenskra heimila í alþjóðlegum samanburði að þau skuldi mikið en eigi einnig mikið. Fréttablaðið/GVA
Fjölskyldur á aldrinum 35 til 49 ára skulduðu mest allra aldurshópa í lok árs 2011, samkvæmt skýrslu Hagstofunnar.

Skuldir aldurshópsins námu 809,3 milljörðum króna (43 prósent heildarskulda) og höfðu dregist saman um 7,6 prósent milli ára.

„Um 19 prósent fjölskyldna skulduðu ekkert í árslok 2011. Af skuldsettum fjölskyldum skuldaði helmingur sex milljónir króna eða minna og 90 prósent minna en 31,4 milljónir króna,“ segir Hagstofan.

Greining Íslandsbanka bendir á að samkvæmt skýrslunni hafi eiginfjárstaða 67 prósenta íslenskra fjölskyldna verið jákvæð í lok árs 2011; þær hafi átt meira en þær skulduðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×