Handbolti

Öruggt hjá Emsdetten

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Emsdetten vann mikilvægan sigur á HC Erlangen 24-20 í baráttunni um efsta sæti þýsku 2. deildar í handbolta. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 3 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Örn Arnarson 2.

Emsdetten átti í vandræðum framan af leik og var Erlangen yfir í hálfleik 14-11. Emsdetten lék þá frábærlega í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.

Emsdetten er komið með 38 stig og er sex stigum á undan Bergischer sem á tvo leiki til góða. Erlangen er í áttunda sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×